fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Eyjan

Danir stefna á að aflétta öllum sóttvarnaaðgerðum þegar bólusetningu 50 ára og eldri verður lokið

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 12. mars 2021 06:55

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Formenn dönsku stjórnmálaflokkanna mættu í hringborðsumræður sjónvarpsstöðvarinnar TV2 í gærkvöldi í tilefni af því að ár var þá liðið frá því að Mette Frederiksen, forsætisráðherra, ávarpaði þjóðina og tilkynnti að gripið yrði til umfangsmikilla sóttvarnaaðgerða vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Má segja að í kjölfarið hafi dönsku samfélagi nánast verið lokað. Síðan þá hafa aðgerðirnar verið mildaðar og hertar á víxl, allt eftir stöðu mála í faraldrinum.

Í umræðunum kom fram að Frederiksen, sem er formaður Sósíaldemókrata, og Jakob Ellemann-Jensen, formaður stjórnarandstöðuflokksins Venstre, voru sammála um í raun verði hægt að aflétta öllum sóttvarnaaðgerðum þegar búið verður að bólusetja alla fimmtíu ára og eldri.

Venstre hefur kynnt hugmyndir sínar um afléttingu sóttvarnaaðgerðanna og ganga þær í stórum dráttum út á að aðgerðunum verði aflétt þegar búið er að bólusetja alla fimmtíu ára og eldri og fólk í áhættuhópum. Frederiksen sagðist geta fallist á þessar hugmyndir því þær væru keimlíkar þeim hugmyndum sem ríkisstjórn hennar og aðrir flokkar séu að vinna eftir þessa dagana. Samkvæmt þeim þá verður aðeins gripið til þess ráðs að taka kórónuveirusýni úr fólki eða krefja það um staðfestingu á bólusetning þegar það sækir fjölmenna viðburði.

Frederiksen boðaði einnig að fyrir lok mars verði áætlun um afléttingu sóttvarnaaðgerða kynnt, það er að segja í hvaða röð þeim verður aflétt. Erfitt er að tímasetja hvernig þessu verður háttað því allt veltur þetta á afhendingu bóluefna en bólusetninga geta gengið hratt fyrir sig í Danmörku ef nægt bóluefni er til staðar. Hægt á að vera að bólusetja 400.000 manns á sólarhring þegar nægt bóluefni verður í boði.

Frederiksen sagði að við afléttingu sóttvarnaaðgerða verði börn og ungmenni í forgangi. Því næst komi einkafyrirtæki á borð við hárgreiðslustofur, og þar næst ýmislegt sem fer fram utanhúss, til dæmis íþróttir.

Leiðtogar ríkisstjórnarinnar ræða í dag við fulltrúa hinna þingflokkanna um þessa áætlun og reyna að ná samkomulagi. Ríkisstjórn Sósíaldemókrata er minnihlutastjórn og þarf því að tryggja sér stuðning fleiri flokka við áætlunina. Ef Venstre styður hana þá er kominn meirihluti en einnig má telja líklegt að stuðningsflokkar ríkisstjórnarinnar, Einingarlistinn, Sósíalíski þjóðarflokkurinn og Radikale Venstre, styðji hana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“