fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Eyjan

Icelandair tapaði 51 milljarði á síðasta ári

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 9. febrúar 2021 08:00

mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Icelandair Group tapaði 51 milljarði á síðasta ári en árið 2019 var tapið 7,8 milljarðar. Í fréttatilkynningu frá félaginu segir Bogi Nils Bogason, forstjóri fyrirtækisins, að 2020 hafi verið mest krefjandi ár flugsögunnar.

Það var heimsfaraldur kórónuveirunnar og þær ferðatakmarkanir sem honum fylgja sem settu mark sitt á reksturinn á síðasta ári, sérstaklega á fjórða ársfjórðungi. Sætaframboð dróst saman um 95%.

Í uppgjöri félagsins, sem var birt í Kauphöllinni í gærkvöldi, kom fram að á árinu hafi heildartekjurnar lækkað um 81% og hafi verið 8,2 milljarðar. Tekjur af fraktflutningum jukust um 48% á milli ára.

Í árslok var eigið fé félagsins 29,7 milljarðar.

Félagið reiknar með að flug fari að aukast frá og með öðrum ársfjórðungi en í tilkynningunni segir Bogi að enn ríki veruleg óvissa. „Þróun faraldursins, dreifing bóluefna og hvernig reglur á landamærum þróast mun skipta sköpum varðandi framhaldið. Við erum hins vegar hóflega bjartsýn að geta aukið flug frá og með öðrum ársfjórðungi þessa árs,“ segir hann.

„Með skýrri framtíðarsýn, réttri forgangsröðun og samvinnu mun félagið koma sterkara til baka þegar flug og ferðalög glæðast á ný,“ segir hann í lok tilkynningarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Dýr myndi Jón Gunnarsson allur – kvalræði Sjálfstæðisflokksins ætlar engan enda að taka

Orðið á götunni: Dýr myndi Jón Gunnarsson allur – kvalræði Sjálfstæðisflokksins ætlar engan enda að taka
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Aumkunarvert að reyna að draga frambjóðendur með sér í skítinn – „Súrrealismi í boði Sjálfstæðisflokksins“

Aumkunarvert að reyna að draga frambjóðendur með sér í skítinn – „Súrrealismi í boði Sjálfstæðisflokksins“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sjálfstæðisflokkurinn nær nýjum lægðum í nýrri könnun

Sjálfstæðisflokkurinn nær nýjum lægðum í nýrri könnun
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni