fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
Eyjan

Liz Cheney heldur sæti sínu í forystu Repúblikanaflokksins

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 5. febrúar 2021 08:45

Liz Cheney. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í janúar fór Liz Cheney, þingmaður Repúblikanaflokkins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, gegn stefnu flokksins þegar hún greiddi atkvæði með því að Donald Trump yrði stefnt fyrir ríkisrétt. Margir kröfðust þess að henni yrði vikið úr stjórn flokksins en þá atlögu stóð hún af sér á öruggan hátt á miðvikudagskvöldið þegar þingmenn flokksins í fulltrúadeildinni greiddu atkvæði um málið.

145 studdu áframhaldandi veru hennar í forystunni en 61 var á móti. CNN skýrir frá þessu.

Cheney var hæst setti Repúblikaninn sem studdi ákæru á hendur Trump en tíu þingmenn flokksins í fulltrúadeildinni greiddu atkvæði með ákæru. Áður en þingmennirnir gengu til atkvæðagreiðslu sagði Cheney að hún ætlaði ekki að biðjast afsökunar á hvernig hún hefði greitt atkvæði.

Heimildarmaður, sem var á fundinum, sagði CNN að leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni, Kevin McCarthy styðji Cheney og það geri hinn áhrifamikli Steve Scalise einnig.

Cheney er þriðji valdamesti Repúblikaninn í fulltrúadeildinni en hún er dóttir Dick Cheney, fyrrum varaforseta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Mesta lýðræðisógn okkar tíma

Sigmundur Ernir skrifar: Mesta lýðræðisógn okkar tíma
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Raunheimar forstjóra og ráðherra

Þorsteinn Pálsson skrifar: Raunheimar forstjóra og ráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Embættismennirnir leggjast á árar með okkur

Guðmundur Ingi Kristinsson: Embættismennirnir leggjast á árar með okkur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Fullkomin samheldni og skýr sýn á verkefnin – ekki veikan hlekk að finna í ríkisstjórninni

Guðmundur Ingi Kristinsson: Fullkomin samheldni og skýr sýn á verkefnin – ekki veikan hlekk að finna í ríkisstjórninni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Risakauphækkun hjá Ásgeiri Jónssyni á síðasta ári – Fékk launaleiðréttingu og orlofsuppgjör ofan á kauphækkun

Risakauphækkun hjá Ásgeiri Jónssyni á síðasta ári – Fékk launaleiðréttingu og orlofsuppgjör ofan á kauphækkun
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu