fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Eyjan

Seðlabankastjóri er hlynntur hækkun núverandi þaks á erlendar fjárfestingar lífeyrissjóðanna

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 4. febrúar 2021 08:00

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri - Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt núgildandi reglum mega erlendar fjárfestingar lífeyrissjóðanna að hámarki vera 50% af heildareign þeirra. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segist vera þeirrar skoðunar að hækka eigi þetta þak um leið og aðstæður í efnahagslífinu leyfa.

Markaður Fréttablaðsins skýrir frá þessu í dag. „Það yrði mjög, mjög jákvætt, fyrir lífeyrissjóðina og hagkerfið í heild sinni, ef sjóðirnir geta aukið hlutfall erlendra eigna í eignasafni sínu,“ er haft eftir honum.

Ásgeir benti á að í lögum sé litið á erlendar fjárfestingar lífeyrissjóðanna sem áhættuþátt en hann telji hins vegar að þær gegni því hlutverki að stuðla að áhættudreifingu fyrir einstaka sjóði og kerfið í heild sinni. Þess vegna telji hann eðlilegt að lögbundna hámarkið verði hækkað. Hann sagðist ekki geta svarið hversu mikið hann vilji að þakið hækki en benti á að það sé mismunandi á milli sjóða hversu mikil fjárfestingaþörf þeirra sé. „Þegar heimurinn verður aftur eðlilegur, þar sem ferðaþjónustan verður búin ná vopnum sínum og viðskiptaafgangur verður meiri, þá er alveg ljóst að lífeyrissjóðirnir verða að nýta sér það svigrúm sem þá skapast til að auka fjárfestingar sínar erlendis. Við skulum líka hafa það hugfast að viðskiptaafgangurinn stafar einnig að hluta til af því að almenningur er að fresta neyslu sinni í dag með því að ráðstafa sparnaði sínum til lífeyrissjóðanna,“ er haft eftir honum.

Aðspurður sagði hann ekkert formlegt samtal hafi farið fram á milli Seðlabankans og lífeyrissjóðanna um breytingar á þessu. „En ég hef lýst þessari skoðun minni við forsvarsmenn þeirra, meðal annars í fyrra þegar sjóðirnir samþykktu að gera tímabundið hlé á gjaldeyriskaupum til að tryggja stöðugleika á gjaldeyrismarkaði,“ er haft eftir honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið og „sósíalismi andskotans“

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið og „sósíalismi andskotans“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gefur lítið fyrir orðljóta gagnrýni minnihlutans í tengslum við lækkun launa kjörinna fulltrúa – „Útúrsnúningur og pólitískt leikrit af þeirra hálfu“

Gefur lítið fyrir orðljóta gagnrýni minnihlutans í tengslum við lækkun launa kjörinna fulltrúa – „Útúrsnúningur og pólitískt leikrit af þeirra hálfu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðrómarnir færast í aukana – Auðmaðurinn fær hugsanlega lykilhlutverk hjá Trump hvað varðar Gasa

Orðrómarnir færast í aukana – Auðmaðurinn fær hugsanlega lykilhlutverk hjá Trump hvað varðar Gasa
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Þjóðarátak í ofbeldi

Steinunn Ólína skrifar: Þjóðarátak í ofbeldi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heiða Björg borgarstjóri: Ég vildi hafa flugvöllinn kyrran en breytti svo um skoðun

Heiða Björg borgarstjóri: Ég vildi hafa flugvöllinn kyrran en breytti svo um skoðun
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?