fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Eyjan

Vilja endurskoða hámark á erlendar fjárfestingar lífeyrissjóða

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 3. febrúar 2021 07:59

Lífeyrissjóðirnir sjá um að ávaxta fé launþega.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er kominn tími til að endurskoða lögbundið hámark á erlendar fjárfestingar lífeyrissjóða. Þetta segja stjórnendur tveggja stærstu lífeyrissjóða landsins. Nú mega erlendar fjárfestingar sjóðanna ekki vera hærri en 50% af heildareignum þeirra.

Markaður Fréttablaðsins skýrir frá þessu í dag. „Núverandi fyrirkomulag er orðið íþyngjandi fyrir lífeyrissjóði,“ er haft eftir Hörpu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra LSR, sem telur löngu tímabært að endurskoða reglur um þak á erlendar fjárfestingar lífeyrissjóða. „Og helst með það fyrir augum að afnema þær alveg,“ sagði hún einnig.

Samkvæmt lögum þurfa lífeyrissjóðir að takmarka gjaldmiðlaáhættu sína með þeim hætti að tryggja að minnst 50% af heildareignum þeirra séu í sama gjaldmiðli og skuldbindingar þeirra. Hjá stærstu sjóðunum er hlutfall erlendra eigna komið yfir 40%. Þeir eiga því erfitt með að nýta sér 50% svigrúmið til fulls því skammtímasveiflur á gengi krónunnar og verðþróun á mörkuðum getur ýtt hlutfalli erlendra eigna upp fyrir 50% er haft eftir Davíð Rúdólfssyni, forstöðumanni eignastýringar Gildis lífeyrissjóðs.

Sjóðirnir hafa að jafnaði þurft að ráðstafa 300 milljörðum króna í fjárfestingar árlega og hefur sú tala frekar farið hækkandi vegna aukinna uppgreiðslna á sjóðfélagalánum. Harpa benti á að fjárfestingarkostir innanlands séu takmarkaðir en lífeyrissjóðakerfið halda áfram að stækka. Markaður Fréttablaðsins segir að innan lífeyrissjóðanna hafi verið nefnt að eðlilegt hámark erlendra fjárfestinga yrði hækkað í 60%.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“