fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Eyjan

Fyrsti samkynhneigði ráðherrann í Bandaríkjunum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 3. febrúar 2021 07:59

Pete Buttigege.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gær tilnefningu Pete Buttigieg sem samgönguráðherra landsins en Joe Biden, forseti, hafði tilnefnt hann í embættið. 86 samþykktu tilnefninguna en 13 voru á móti. Buttigieg er fyrsti samkynhneigði ráðherrann í Bandaríkjunum, að minnst kosti sá fyrsti sem hefur opinberlega skýrt frá samkynhneigð sinni.

Hann atti kappi við Biden og fleiri um að verða forsetaframbjóðandi í forvali Demókrataflokksins en dró sig fljótlega í hlé og lýsti yfir stuðningi við Biden. Hann hefur verið bæjarstjóri í South Bend í Indiana síðustu ár. „Hann stendur fyrir það besta sem við erum sem þjóð,“ sagði Biden um hann en hann hefur einnig sagt hann vera „föðurlandsvin og góðan við að leysa vandamál“.

Buttigieg er 39 ára og eins og fyrr segir fyrsti yfirlýsti samkynhneigði ráðherrann í Bandaríkjunum. Biden hefur sagt að hann vilji að ríkisstjórn sín endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

Buttigieg skrifaði á Twitter að hann væri „auðmjúkur vegna samþykktar öldungadeildarinnar“ og tilbúinn til að hefja störf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Spyr hvort RÚV reki fréttastofu eða stundi skipulagt einelti

Spyr hvort RÚV reki fréttastofu eða stundi skipulagt einelti
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum húskarlar sem þiggja löggjöf sína eins og hverja aðra ölmusu

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum húskarlar sem þiggja löggjöf sína eins og hverja aðra ölmusu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist: „Ástandið er orðið gjörsamlega stjórnlaust víða og það kemur nákvæmlega til út af þessu“

Diljá Mist: „Ástandið er orðið gjörsamlega stjórnlaust víða og það kemur nákvæmlega til út af þessu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún lét stjórnarandstöðuna heyra það í óundirbúnum fyrirspurnartíma – „Ég ætla bara að biðja fólk að gæta orða sinna“

Kristrún lét stjórnarandstöðuna heyra það í óundirbúnum fyrirspurnartíma – „Ég ætla bara að biðja fólk að gæta orða sinna“