fbpx
Sunnudagur 12.janúar 2025
Eyjan

Morgunblaðið segir ekkert rangt við símtal Áslaugar á aðfangadag og sakar þingmenn um lýðskrum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 26. febrúar 2021 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frétt RÚV í vikunni, þess efnis að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefði haft samband við lögreglustjóra á aðfangadag og spurt út í upplýsingamiðlun lögreglu til fjölmiðla, hefur vakið töluverða athygli. Tilefnið var að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var staddur í óformlegu samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu, þangað sem lögregla var kölluð til vegna mögulegra sóttvarnabrota. Í dagbók lögreglu um málið var tekið fram að „hæstvirtur ráðherra“ hefði verið á meðal gesta. Er þetta óvenjulegt því upplýsingar um störf lögreglu í dagbók lögreglunnar eru vanalega framsettar með ópersónugreinanlegum hætti.

Margir hafa gagnrýnt símtal Áslaugar og talið það flokkast undir óeðlileg afskipti af störfum lögreglu. Í leiðara Morgunblaðsins í dag er ekki tekið undir þetta og þingmenn sem hafa sett málið á dagskrá eru sakaðir um lýðskrum. Í leiðaranum segir:

„Eft­ir því sem kosn­ing­ar nálg­ast aukast lík­ur á kosn­inga­skjálft­um. Þeir eru mun fyr­ir­sjá­an­legri en frænd­ur þeirra í iðrum jarðar. Lýðskrumið á Alþingi fer þess vegna vax­andi um þess­ar mund­ir og var þó af nógu að taka fyrr á kjör­tíma­bil­inu. Nú hef­ur ut­an­flokkaþingmaður­inn Andrés Ingi Jóns­son til dæm­is fengið pírat­ann Jón Þór Ólafs­son, formann stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar, til að kalla dóms­málaráðherra á fund til að ræða sím­tal ráðherr­ans við lög­reglu­stjóra. Upp­lýst hef­ur verið að ráðherr­ann hafi óskað eft­ir upp­lýs­ing­um um verklags­regl­ur lög­regl­unn­ar um upp­lýs­inga­gjöf til fjöl­miðla, og skyldi eng­an undra miðað við hvernig upp­lýs­inga­gjöf­inni hafði verið háttað og miðað við það að ráðherr­an­um höfðu borist fyr­ir­spurn­ir um málið. Lög­reglu­stjór­inn og ráðherr­ann hafa staðfest að þetta hafi verið umræðuefnið og ekk­ert sem bend­ir til að sam­töl hafi verið óeðli­leg, en þegar kosn­ing­ar nálg­ast og þing­menn fara að ótt­ast um þing­sæti sín þarf ekki endi­lega efn­is­leg­ar ástæður til að þyrla upp moldviðri.“

Leiðarahöfundur telur nákvæmlega ekkert hafa verið athugavert við símtalið en augljóslega sé kosningaskjálfti í þingmönnum:

„Lýðskrum­ar­arn­ir á Alþingi treysta því lík­lega að lands­menn sjái ekki í gegn­um skrumið. Það er ólík­legt. Niðurstaðan af ómál­efna­leg­um árás­um af því tagi sem hér eru nefnd­ar er miklu frem­ur að grafa und­an til­trú fólks á þeim stjórn­mála­mönn­um og þeim stjórn­mála­flokk­um sem slíka póli­tík stunda. Það er alls óvíst að þeim verði þökkuð þessi fram­koma þegar kjós­end­ur fá færi á þeim í kjör­klef­un­um í haust.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir fréttir af fylgistapi Flokks fólksins stórlega ýktar því Maskína og fjölmiðlar gleymi mikilvægri staðreynd

Segir fréttir af fylgistapi Flokks fólksins stórlega ýktar því Maskína og fjölmiðlar gleymi mikilvægri staðreynd
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Katrín, Reimar og Salvör endurvekja félag frá sjötta áratugnum

Katrín, Reimar og Salvör endurvekja félag frá sjötta áratugnum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Íbúar í áfalli og vilja fella ferlíkið – „Valdníðslan“ sérlega óprúttin í ljósi þess hverjir búa við Árskóga

Íbúar í áfalli og vilja fella ferlíkið – „Valdníðslan“ sérlega óprúttin í ljósi þess hverjir búa við Árskóga
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Þankar um aga og uppeldi

Björn Jón skrifar: Þankar um aga og uppeldi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Ár íss og elda

Steinunn Ólína skrifar: Ár íss og elda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Svandísi líta framhjá mikilvægu atriði sem átt hafi þátt í falli VG

Segir Svandísi líta framhjá mikilvægu atriði sem átt hafi þátt í falli VG