fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Eyjan

Björk segir útspil Bolla Kristinssonar ekki hafa verið stórmannlegt – „Orðum fylgja ábyrgð“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 2. febrúar 2021 08:59

Bolli er sorrí. Mynd/Gunnar V. Andrésson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í pistli eftir Björk Eiðsdóttur, sem birtist í Fréttablaðinu í dag, fjallar hún um hatursorðræðu en pistillinn ber fyrirsögnina „Trump er víða“. Þar vísar hún til þess að Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseti, sætir nú ákæru þingsins fyrir að hafa hvatt stuðningsmenn sína til að ráðast á bandaríska þinghúsið en að auki er hann þekktur fyrir að setja fram hverja rangfærsluna á fætur annarri.

Björk bendir á að hatursorðræða hafi verið töluvert í umræðunni undanfarið og að lagaleg skilgreining orðsins sé að um sé að ræða orðræðu sem hvetji til ofbeldis eða saknæms athæfis gegn einstaklingi eða hópi sem nýtur verndar laganna.

Því næst víkur hún að rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á skotárás á bifreið Dags. B. Eggertssonar, borgarstjóra, við heimili hans í miðborginni. „Dagur sem setið hefur sem borgarstjóri frá árinu 2014 hefur þurft að þola óvægna gagnrýni á störf sín og persónu á þeim tíma en segja má að baráttan um miðbæinn hafi verið blóðugri en efni hafi staðið til. Þar fer fremst hópur sem kallar sig Björgum miðbænum sem birti myndband þar sem Óðinstorg og heimili borgarstjóra, þar við, er gert að aðalatriði. Það er borgarfulltrúinn Vigdís Hauksdóttir sem les undir myndbandinu ásakanir hópsins á hendur Degi, um valdníðslu, skuldasöfnun og bruðl, en Bolli Kristinsson, fyrrverandi verslunarmaður við Laugaveg og einn þeirra sem hæst hafa haft vegna málefna Miðbæjarins, er einn forsvarsmanna hópsins,“ segir Björk.

Hún segir síðan að forsvarsmenn hópsins hafi staðið við þær ásakanir sem voru settar fram í myndbandinu þegar borgarstjóri hafði hrakið þær efnislega. Nú beri hins vegar svo við að þegar myndbandið hafi verið harðlega gagnrýnt sem vopn í hatursorðræðu, sem hafi hugsanlega leitt til þess að skotið var á bíl borgarstjóra, hafi það loks verið tekið niður. „Var það gert með þeim orðum Bolla Kristinssonar að hann harmaði eina rangfærslu sem þar hefði birst. Efni þeirrar rangfærslu sannreyndi Bolli ekki fyrir birtingu en segist hafa fengið heimildir í gegnum síma og verið tjáð að þær væru áreiðanlegar,“ segir Björk.

Hún bendir því næst á að næstum hver og einn, sem hefur sæmilega nettengingu, geti haldið úti efnisveitu á netinu og nær ómögulegt sé að hafa taumhald á umræðunni. Hún segir að sumir kenni athugasemdakerfum fjölmiðla um aukna hörku og vilji að slökkt sé á því. „En er það lausnin, að takmarka frelsið til skoðanaskipta? Þurfum við ekki frekar að sjá til þess að þeir, sem birta rangfærslur ofan í rangfærslur að hætti Trumps, axli ábyrgð á þeim? Að stöðva nú loks birtingu myndbands, sem hann sjálfur stóð fyrir án þess að kanna sannleiksgildi þeirra aðdróttana sem þar birtust, er ekki stórmannlegt útspil hjá Bolla Kristinssyni. Orðum fylgja ábyrgð og þeim sem gerast sekir um hatursfulla orðræðu skyldi gert að svara fyrir hana. Ríkislögreglustjóri hefur látið hafa eftir sér að slík slóð sé könnuð við rannsóknir glæpa og er það vel. Enda eru orð til alls fyrst,“ segir Björk síðan að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Í gær

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?