fbpx
Laugardagur 26.apríl 2025
Eyjan

Íbúðaverð helst í hendur við laun og ráðstöfunartekjur

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 18. febrúar 2021 07:50

Fasteignaverð breytist ört.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Húsnæðisverð er svipað í hlutfalli við laun og ráðstöfunartekjur og það var fyrir ári síðan og nokkuð lægra en það var 2017 og 2018. Þetta bendir til að ekki hafi myndast verulegt ójafnvægi á húsnæðismarkaði þrátt fyrir hækkanir.

Þetta sagði Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arion banka, í samtali við Fréttablaðið sem fjallar um málið í dag.

Fram kemur að vísitala íbúðaverðs hafi í janúar hækkað um 0,09 prósent á milli mánaða en þetta er minnsta hækkun vísitölunnar frá upphafi heimsfaraldurs kórónuveirunnar ef apríl 2020 er undanskilinn en þá lækkaði vísitalan. „Umsvifin eru vissulega enn þá mikil en svo virðist sem farið sé að hægjast um á markaðinum eftir mikinn yfirsnúning síðasta haust,“ er haft eftir Ernu.

Velta á höfuðborgarsvæðinu dróst saman um 37% á milli mánaða og kaupsamningum fækkaði um 31%. Erna sagði að þrátt fyrir að tölurnar bendi til að hægja muni á húsnæðismarkaðnum þá séu forsendur fyrir áframhaldandi verðhækkunum á milli mánaða. „Áhrifa vaxtalækkana gætir enn þá, kaupmáttur er að aukast, þau heimili sem ekki verða fyrir atvinnumissi standa vel og aðdráttarafl steinsteypu verður sífellt meira í heimi lágvaxtaumhverfis,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hanna Katrín: Ófyrirleitni útgerðarinnar að kalla leiðréttingu veiðigjalda landsbyggðarskatt

Hanna Katrín: Ófyrirleitni útgerðarinnar að kalla leiðréttingu veiðigjalda landsbyggðarskatt
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Bláeygðu börnin á Íslandi

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Bláeygðu börnin á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist