fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Segir skort á íbúðarhúsnæði – Fólk fjárfestir í steypu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 17. febrúar 2021 08:00

Það er lítið framboð af fasteignum á höfuðborgarsvæðinu þessa dagana.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skortur er á íbúðarhúsnæði að sögn Davíðs Ólafssonar, löggilts fasteignasala hjá fasteignasölunni Borg. Sem dæmi nefndi hann að á milli 140 og 150 manns hafi komið á opið hús í Hafnarfirði nýlega þegar einbýlishús var til sýnis. Söluverð hússins var 8% yfir ásettu verði.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Annað dæmi sem Davíð nefndi var að 80 til 90 manns hafi skoðað blokkaríbúð á þriðju hæð fjölbýlishúss í Reykjavík. Hún seldist einnig yfir ásettu verði. „Við erum líka að sjá dæmi um staðgreiðslur. Þá eru engin lán tekin heldur er um að ræða beinar peningamillifærslur í fasteignaviðskiptum. Það er af því að vextir eru mjög lágir og fólk fer með peningana úr bönkunum og fjárfestir í steinsteypu,“ er haft eftir honum.

Kjartan Hallgeirsson, formaður Félags fasteignasala, sagði að mikil eftirspurn sé eftir sérbýli og sé sú þróun ekki bundin við hverfi. Þegar ástandið sé venjulegt hækki ódýrustu eignirnar fyrst en sérbýli síðar. Nú sé staðan önnur. „Það gerðist ekki núna. Vaxtalækkunin styrkti stöðu millistéttarinnar en það skiptir líka máli að kaupmáttur er góður hjá stórum hluta þjóðarinnar, þrátt fyrir erfiðleika hjá mörgum. Fyrir vikið er stór hluti af fasteignakeðjunni að virka ágætlega,“ er haft eftir honum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Stjórnarskrárbrot Alþingis: Lögmaður sýnir svart á hvítu hversu miklu var breytt í frumvarpinu – „6 orð sem standa eftir“

Stjórnarskrárbrot Alþingis: Lögmaður sýnir svart á hvítu hversu miklu var breytt í frumvarpinu – „6 orð sem standa eftir“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“