fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Eyjan

Kerecis er allt að 130 milljarða króna virði

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 9. desember 2021 09:00

Guðmund Fertram Sigurjónsson mynd/Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Innan fárra vikna verður ísfirska lækningavörufyrirtækið Kerecis skráð á markað í Bandaríkjunum eða Svíþjóð. Verðmæti fyrirtækisins gæti verið allt að 130 milljarðar króna.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Í þætti Morgunblaðsins, Dagmálum, er rætt við Guðmund Fertram Sigurjónsson, forstjóra og stofnanda Kerecis. Haft er eftir honum að fyrirtæki sem eru álíka stór og Kerecis og vel rekin hafi í nokkur ár verið metin á um einn milljarð dollara í kauphöll en það svarar til um 130 milljarða króna. Er þá horft til fyrirtækja á sama markaði og Kerecis og sem búa yfir sömu vaxtarmöguleikum og fyrirtækið.

Á síðustu fimm árum hafa tekjur fyrirtækisins að meðaltali aukist um 100% á ári.

Í síðustu viku voru hluthafar boðaðir á trúnaðarfund þar sem framtíðaráætlanir fyrirtækisins voru kynntar. Segist Morgunblaðið hafa heimildir fyrir að mat ráðgjafa og stjórnar fyrirtækisins sé að því verði fleytt á markað á grunni verðmats upp á 600-700 milljóna dollara en það svarar til 80-90 milljarða króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir nýja valdablokk í Sjálfstæðisflokknum vilja tafarlausar breytingar

Segir nýja valdablokk í Sjálfstæðisflokknum vilja tafarlausar breytingar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Össur fer mikinn í að greina átökin innan Sjálfstæðisflokksins – Segir að Þórdís Kolbrún hafi gert stór mistök sem muni reynast henni dýrkeypt

Össur fer mikinn í að greina átökin innan Sjálfstæðisflokksins – Segir að Þórdís Kolbrún hafi gert stór mistök sem muni reynast henni dýrkeypt