Innherji skýrir frá þessu. Fram kemur að Baldur hafi sagt sig úr Miðflokknum nýlega vegna deilna hans og Vigdísar. Hann hafði þó í hyggju að ljúka kjörtímabilinu en því lýkur í maí. En það gekk greinilega ekki eftir. Hann á nú ekki sæti í neinni nefnd á vegum borgarinnar en það hefur í för með sér að laun hans lækka.
Vigdís situr nú í ansi mörgum ráðum en fyrir var hún í íbúaráði Háaleitis- og Bústaðahverfis, í fulltrúaráði Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, hún er varamaður í velferðarráði og áheyrnarfulltrúi í forsætisnefnd, borgarráði og skipulags- og samgönguráði borgarinnar.
Kosið var um þessar breytingar á fundi borgarstjórnar í gærkvöldi og þær samþykktar. Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn, var kjörin varamaður Vigdísar í ráðin.