fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Eyjan

Kristófer Þór ráðinn til Origo

Eyjan
Miðvikudaginn 8. desember 2021 10:30

Kristófer Þór Magnússon Mynd/Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristófer Þór Magnússon hefur verið ráðinn verkefnastjóri í viðskiptaþróun hjá Origo. Hann mun m.a. koma að markaðsgreiningum, markhópagreiningum, gerð viðskiptaáætlana í samvinnu við vörueigendur ásamt því að vinna að úrbótatækifærum fyrir Origo.

Kristófer kemur frá fyrirtækjaráðgjöf EY á Íslandi þar sem hann var verkefnastjóri og kom helst að kaup- og söluferlum fyrirtækja ásamt stefnumótun fyrir fyrirtæki. Áður var Kristófer ráðgjafi hjá Oliver Wyman í Svíþjóð en þar kom hann að ýmsum verkefnum þ.m.t. stefnumótun hjá fyrirtækjum víðs vegar í Evrópu. Kristófer er með mastersgráðu í verkfræði frá Kungliga Tekniska Högskolan í Stokkhólmi.

,,Við erum heppin að fá Kristófer til liðs við okkur þar sem við erum að styrkja viðskiptaþróun og setja fókus á vörur sem bæta líf fólks og viðskiptavina okkar. Hans greiningarhæfni og reynsla í stefnumótun mun nýtast Origo mjög vel í þeirri vegferð sem við erum á næstu misserin,“ segir Sylvía Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri á viðskiptaþróunar- og markaðssviði Origo.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir óvíst að Kristrúnu takist að halda Degi úti í horni til lengdar

Segir óvíst að Kristrúnu takist að halda Degi úti í horni til lengdar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það má semja um aðildarskilmála að ESB – mörg dæmi sýna það og sanna

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það má semja um aðildarskilmála að ESB – mörg dæmi sýna það og sanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Auðræðið eflist og lýðræðið linast

Sigmundur Ernir skrifar: Auðræðið eflist og lýðræðið linast
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nýir leiðtogar munu spreyta sig fyrir næstu borgarstjórnarkosningar – alger uppstokkun í aðsigi

Orðið á götunni: Nýir leiðtogar munu spreyta sig fyrir næstu borgarstjórnarkosningar – alger uppstokkun í aðsigi