fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Eyjan

Sjóræningjar um borð í dönsku herskipi valda vandræðum – Varnarmálaráðherrann bendir á hugsanlega lausn

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 3. desember 2021 18:00

Esbern Snare. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku lentu hermenn úr úrvalssveit danska hersins í skotbardaga við sjóræningja í Gínuflóa þar sem herskipið Esbern Snare er við gæslustörf. Sjóræningjarnir skutu á bát hermannanna sem svöruðu skothríðinni og felldu fjóra sjóræningja og handtóku fjóra.

Síðan þá hefur herskipið siglt um með lík fjögurra sjóræningja í kæli og hina fjóra í fangaklefum. Ekki hefur legið fyrir hvað á að gera við sjóræningjanna. Nefnt hefur verið að á endanum neyðist Danir til að flytja þá til Danmerkur og rétta yfir þeim þar og láta þá afplána refsingu sína þar. En á móti óttast sumir að það þýði einfaldlega að Danir sitji síðan uppi með þá að eilífu þar sem ekkert ríki vilji taka við þeim að afplánun lokinni.

En á miðvikudaginn benti Trine Bramsen, varnarmálaráðherra, á hugsanlega lausn hvað varðar þá handteknu. Að þeir verði einfaldlega skildir eftir á opnu hafi. „Það er útbúnaður um borð í skipinu sem veitir möguleika á að skilja fólk eftir við lögsögumörkin ef lögmannsteymi og dönsk yfirvöld telja það réttu lausnina,“ sagði hún.

Það sem hún er í raun að segja er að sjóræningjarnir verði settir um borð í lítinn bát, í eigu danska hersins, og látnir fá vistir og svo verði þeir sjálfir að sjá um að koma sér í land.

Aðgerðir Dana í Gíneuflóa hafa verið gagnrýndar innanlands fyrir að hafa ekki verið hugsaðar til enda. Til dæmis hafi ekki verið gerður framsalssamningur við neitt Afríkuríki um að taka við sjóræningjum sem verða hugsanlega handteknir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”