fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Eyjan

Kolbrún segir viðvaranir Eiríks um fasisma ríma nánast hrollvekjandi við samtímann

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 3. desember 2021 09:00

Kolbrún Bergþórsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega kom Ómíkron afbrigði kórónuveirunnar fram á sjónarsviðið og hafa stjórnvöld víða um heim gripið til þess ráðs að herða sóttvarnaaðgerðir vegna þess. Þessar aðgerðir og annað tengt heimsfaraldri kórónuveirunnar er umfjöllunarefni Kolbrúnar Bergþórsdóttur í leiðara Fréttablaðsins í dag en hann ber fyrirsögnin „Rétta lausnin“.

„Hinn ríki vilji taugabilaðra stjórnvalda til að takmarka frelsi þegnanna fer stigvaxandi og er fyrir löngu orðinn ógnvænlegur. Sömuleiðis er óhuggulegt hversu lítil mótstaða er gegn lítt skiljanlegum aðgerðum. En kannski er viðbragðsleysið ekki svo einkennilegt. Um leið og höft hafa verið sett á fólk þá fullyrða stjórnvöld að þau séu tímabundin og eingöngu gerð með hagsmuni og velferð almennings í huga. Svo líður tíminn og aðgerðir eru framlengdar vegna þess, er almenningi sagt, að hættan er ekki liðin hjá, hún sé jafnvel að magnast. Því er síðan bætt við að jafnvel þótt hættan væri óveruleg þá væri engan veginn rétt að slaka á höftum því hugsanlega geti eitthvað verulega slæmt gerst í nánustu framtíð,“ segir Kolbrún.

Hún víkur síðan að umræðu um að skylda fólk í bólusetningu og refsa því ef það hlýðir ekki. Á sama tíma prediki stjórnvöld víða um heim um gríðarlega nauðsyn þess að fólk fái tvo skammta af bóluefni gegn kórónuveirunni og örvunarskammt að auki. Samt sem áður telji þau þetta ekki nægja til að fólk geti endurheimt frelsi sitt. „Ef þetta viðhorf á að vera ríkjandi blasir um leið við að hægt er að halda fólki í höftum nánast endalaust,“ segir Kolbrún og bætir við að reglulega sé bent á að þetta sé hinn nýi raunveruleiki sem fólk þurfi að laga sig að.

„Stjórnvöld telja sig vita hvað þau eru að gera, segjast hafa fundið hina réttu lausn og breiða út verndandi móðurfaðm. Hið dapurlega er að margir virðast tilbúnir til að leita skjóls þar. Um leið er öll andstaða við áherslur stjórnvalda flokkuð sem stórhættuleg. Í þessu sambandi er rétt að vitna í nýútkomna bók, Þjóðarávarpið, en þar segir á einum stað: „Í óttaástandi getur fasismi því birst sem hin rétta lausn vandans, og þannig lagað getur virst notalegt að hjúfra sig upp við hann. Það er að segja framan af, þegar tekist er á við aðsteðjandi ógn, en síðar kárnar gamanið gjarnan.“,“ segir Kolbrún og segir að höfundur þessara orða sé Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði og frjálslyndur maður sem ann lýðræði og frelsi. Hún bætir við að Eiríkur segi að miðað við þróun síðustu áratuga megi „gera ráð fyrir að fasismi framtíðarinnar birtist frekar í mjúkum móðurfaðmi en í herskáum hreyfingum“ og rími viðvaranir hans nánast hrollvekjandi við samtímann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir nýja valdablokk í Sjálfstæðisflokknum vilja tafarlausar breytingar

Segir nýja valdablokk í Sjálfstæðisflokknum vilja tafarlausar breytingar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Össur fer mikinn í að greina átökin innan Sjálfstæðisflokksins – Segir að Þórdís Kolbrún hafi gert stór mistök sem muni reynast henni dýrkeypt

Össur fer mikinn í að greina átökin innan Sjálfstæðisflokksins – Segir að Þórdís Kolbrún hafi gert stór mistök sem muni reynast henni dýrkeypt