Frumvarpið tryggir starfsemi alríkisins næstu 11 vikurnar. Það var samþykkt af öldungadeildinni í gærkvöldi, 69 studdu frumvarpið og 28 voru á móti. Fyrr um daginn var það samþykkt í fulltrúadeildinni þar sem 221 studdi það og 212 voru á móti, aðeins einn Repúblikani greiddi atkvæði með frumvarpinu.
Nú þarf Joe Biden, forseti, að skrifa undir frumvarpið og þá er það orðið að lögum. Talið er öruggt að hann muni skrifa undir lögin og þar með taka þau gildi.
Ef frumvarpið hefði ekki verið samþykkt hefði hluti af starfsemi alríkisins stöðvast. Það var lengi vel óljóst hvort það yrði samþykkt í öldungadeildinni því lítill hópur Repúblikana hafði hótað að greiða atkvæði gegn því ef Biden afturkallaði ekki ákvörðun sína um að skylda opinbera starfsmenn í bólusetningu.