fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
Eyjan

Ögmundur segir réttast að Vinstri græn breyti nafni flokksins

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 29. desember 2021 09:00

Ögmundur Jónasson. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýrri bók Ögmundar Jónassonar, Rauði þráðurinn, segir hann að gamli flokkurinn hans, Vinstri græn, hafi villst af leið og réttast væri að hann breyti nafninu og hætti að nota bæði vinstri og græn. Bók Ögmundar kemur út í byrjun næsta árs.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að við lestur bókarinnar komi berlega í ljós að Ögmundur sé ekki sáttur við örlög gömlu flokksfélaga sinna sem sitji nú í ríkisstjórn með íhaldinu á nýjan leik.

Hann gagnrýnir harðlega undanslátt og kúvendingu í stefnu VG í utanríkismálum og þykir það vera tímanna tákn að Björn Bjarnason, „helsti forystumaður Nató-vinafélagsins Varðbergs,“ skuli hafa verið fenginn til að skrifa álitsgerð um öryggismál á norðurslóðum í umboði VG.

Ögmundi þykir einnig sem afstaða VG til markaðsvæðingar ESB hafi breyst í grundvallaratriðum og hafði það meðal annars birst í afstöðu flokksins til orkumála. Í tengslum við þetta veltir hann fyrir sér hvort það sé rétt fyrir flokkinn að stytta nafn sitt, sleppa því að nota „vinstri“ og „græn“ og láti aðeins „Hreyfingin framboð“ standa eftir og þar með geti skammstöfunin verið Hf.

Hann gerir einnig upp Icesavemálið sem reyndi mjög á vinstristjórnina, sem var við völd frá 2009 til 2013, og samstarfið við Jóhönnu Sigurðardóttur, þáverandi forsætisráðherra, og Steingrím J. Sigfússon. Hann segist hafa verið harður andstæðingur samningsins ólíkt Jóhönnu og Steingrími en hafi ekki viljað ríkisstjórnina feiga því þá hefðu „auðsveipir málaliðar auðstéttarinnar, nánast volgir úr valdastólunum í aðdraganda hrunsins,“ komist aftur til valda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Mesta lýðræðisógn okkar tíma

Sigmundur Ernir skrifar: Mesta lýðræðisógn okkar tíma
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Raunheimar forstjóra og ráðherra

Þorsteinn Pálsson skrifar: Raunheimar forstjóra og ráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Embættismennirnir leggjast á árar með okkur

Guðmundur Ingi Kristinsson: Embættismennirnir leggjast á árar með okkur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Fullkomin samheldni og skýr sýn á verkefnin – ekki veikan hlekk að finna í ríkisstjórninni

Guðmundur Ingi Kristinsson: Fullkomin samheldni og skýr sýn á verkefnin – ekki veikan hlekk að finna í ríkisstjórninni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Risakauphækkun hjá Ásgeiri Jónssyni á síðasta ári – Fékk launaleiðréttingu og orlofsuppgjör ofan á kauphækkun

Risakauphækkun hjá Ásgeiri Jónssyni á síðasta ári – Fékk launaleiðréttingu og orlofsuppgjör ofan á kauphækkun
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu