fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Eyjan

Aðalheiður segir óbólusett fólk bera mestu ábyrgðina á að grípa þurfi til harðra sóttvarnaaðgerða

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 29. desember 2021 08:00

Aðalheiður Ámundadóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær var eitt ár liðið síðan fyrstu skammtarnir af bóluefni Pfizer gegn kórónuveirunni komu til landsins. Þjóðin hafði beðið spennt eftir að fá þessa góðu vörn og losna þannig úr því fangelsi sem veiran hafði haldið henni í. Þetta segir Aðalheiður Ámundadóttir, fréttastjóri Fréttablaðsins, í leiðara blaðsins í dag en hann ber fyrirsögnina „Vit og vitleysa“.

„Þetta var fallegur dagur og gaman að sjá vísindum fagnað eins og Ólympíumeistara eða sigurvegara í Eurovision. Ef við hefðum vitað þá að ári síðar sætum við í skæðustu bylgju faraldursins frá upphafi, hefðum við kannski ekki fagnað komu efnisins svo mjög. En þetta er kannski stærsti bömmerinn við þennan faraldur, að vita næstum ekkert fyrir fram,“ segir hún því næst og víkur síðan að Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni: „Eitt af því albesta við okkar sóttvarnalækni er að hann er hvorki fífl né besservisser. Í fyrstu fannst honum grímunotkun ekkert endilega skynsamleg, en þegar reynsla í öðrum löndum benti til annars skipti hann einfaldlega um skoðun og bað okkur að setja þær upp.“

Aðalheiður víkur síðan að fíflum heimsins sem engin skortur er á að hennar sögn: „Það sem einkennir þau flest, ólíkt okkar ágæta sóttvarnalækni, er að þau eru oftast viturri fyrir fram en eftir á og bjóða upp á patentlausnir sem þau vita innst inni að enginn hefur áhuga á að prufukeyra.“

Hún víkur því næst að lýðræðissamfélaginu og að það sé fullkomlega eðlilegt að lýsa efasemdum um skerðingu frelsis og mannréttinda: „Það er beinlínis heilbrigt og væri óskandi að fleiri gerðu það og oftar þegar vegið er að réttindum borgaranna. Það sætir hins vegar furðu að sama fólkið bölvi bæði bólusetningum og sóttvarnaaðgerðum, en það er einmitt óbólusett fólk sem veikist mest nú og heldur uppi álaginu á gjörgæslunni, sem er aftur meginástæða þess að grípa þarf til harðra aðgerða.“

Hún víkur síðan að bóluefnunum og segir að þau virðist veita góða vörn gegn veikindum af völdum kórónuveirunnar og þeim megi eflaust þakka hversu fáir hafa í raun látist. „Þá sýna tölur frá landlækni að hátt hlutfall fólks sem þurft hefur á sjúkrahúsinnlögn að halda er óbólusett. Bóluefnin veita því bæði vörn gegn veikindum og hjálpa til við að varna því að Landspítalinn fari á hliðina. Af þessari ástæðu eru bóluefnin alger forsenda þess að unnt sé að halda íþyngjandi sóttvarnaaðgerðum í lágmarki, en höfuðmarkmið þeirra hefur verið að halda faraldrinum í nægilegum skefjum til að spítalinn ráði við að sinna þeim sem veikjast. Höldum áfram að taka mark á því fólki sem þykist ekki vita allt fyrir fram,“ lýkur hún grein sinni síðan með.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK