fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Eyjan

Kominn með nóg af hræðsluáróðri og grát frá „forréttindapésum“ með „um 150% hærri laun en sjálfur forsætisráðherra er með“

Eyjan
Þriðjudaginn 28. desember 2021 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir miskunnlausan hræðsluáróður ganga yfir launafólk þessi misserin um að launahækkanir á næsta áru muni leiða til uppsagna og ógna stöðugleika. Rétt sé að gildandi launataxtar séu til skammar og beri samfélaginu siðferðisleg skylda til að halda áfram að bæta kjör verkafólks á hinum almenna vinnumarkaði. Hann ritar um þetta í pistli sem hann birti í dag.

Tilefni skrifa hans er grein sem birtist í Innhverja hjá Vísi á annan í jólum þar sem Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festa, ítrekaði áhyggjur sínar af þeim launahækkunum sem koma eiga til framkvæmda um áramót og svo hagvaxtarauka sem koma á til framkvæmdar í vor.

Launahækkanir væru óraunhæfar og til þess fallnar að keyra verðbólguna áfram.

Vilhjálmur segir slíkan málflutning fráleitan frá manni eins og Eggerti, sem sé á svimandi háum launum.

„Þessi miskunnarlausi hræðsluáróður gagnvart því að lagfæra þurfi kjör verkafólks á lökustu kjörunum og staðið sé við gerða kjarasamninga er svo ömurlegur og það hjá aðila sem er með á sjöttu milljón á mánuði sem er um 150% hærri laun en sjálfur forsætisráðherra er með.“

Vilhjálmur telur þennan áróður skýrast af því að stutt sé í að kjarasamningar verði lausir og þá sé við því að búast að sérhagsmunaaðilar atvinnulífsins láti til sín taka með tilheyrandi „hræðsluáróðri“

„Já það þarf í næstu kjarasamningum að gera þjóðarsátt um að tryggja þeim sem lökustu kjörin hafa að þau nái að framfleyta sér frá mánuði til mánaðar og halda mannlegri reisn. Í mínum huga er það þannig að atvinnurekendur sem treysta sér ekki til að greiða laun sem duga fyrir þó ekki væri nema fyrir nauðþurftum út mánuðinn, eiga vart tilverurétt á íslenskum vinnumarkaði.“

Segir hann að atvinnurekendur, sem flestir séu með margfalt hærri tekjur en verkafólk ættu að skammast sín.

„Forréttindapésar sem eru jafnvel með sextánföld laun miðað við launataxta verkafólks eiga í mínum huga að skammast sín og reyna að setja sig í spor lágtekjufólks sem ekki nær endum saman um hver mánaðamót.“

Vilhjálmur birti launatöfluna sem sjá má hér að neðan með pistli sínum og sagði að um 90 prósent verkafólks taku laun eftir þessum taxta. Það verði seint sagt að launin sem þar koma fram geti ógnað stöðugleika.

„Nei þessir launataxtar eru atvinnurekendum, okkur í verkalýðshreyfingunni og samfélaginu öllu til skammar.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”