fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Eyjan

10 ár við völd í lokaðasta ríki heims – Undarlegur og grimmur

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 26. desember 2021 10:00

Kim Jong-un er vígreifur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 17. desember voru 10 ár liðin síðan Kim Jong-un tók við völdum í Norður-Kóreu. Í upphafi vissi umheimurinn ekki mikið um hann og á þessum 10 árum höfum við ekki orðið mikils vísari en höfum þó komist að því að hann er undarlegur og grimmur og hikar ekki við að láta taka fólk af lífi eða myrða það.

Óhætt er að segja að hann sitji öruggur í sæti einræðisherra í Norður-Kóreu og haldi þjóðinni í heljargreipum. Ekki er að sjá að neinn ógni honum innanlands enda er hann ekki ragur við að láta meinta óvini sína hverfa af yfirborði jarðar. Hann hefur staðið uppi í hárinu á umheiminum með stöðugum ögrunum með eldflaugaskotum og kjarnorkusprengingum.

Ekki er að sjá að nein sérstök hátíðarhöld hafi farið fram eða séu fyrirhuguð vegna valdaafmælisins en hins vegar hefur 11 daga þjóðarsorg verið lýst yfir til að minnast þess að 10 ár eru síðan faðir hans, Kim Jong-il, lést af völdum hjartaáfalls.

Kim Jong-un er aðeins þriðji leiðtogi landsins en afi hans stofnsetti það og byggði upp ótrúlega persónudýrkun í kringum sjálfan sig. Ekki dró úr henni þegar hann féll frá og sonur hans, Kim Jong-il, tók við völdum og núverandi einræðisherra hefur haldið sama striki varðandi persónudýrkun og harðstjórn. Stjórn hans herðir stöðugt tök sín á landinu og óhætt er að segja að þjóðin lifi engu sældarlífi. Mannréttindi eru fótum troðin og skortur er á mat og lyfjum nema auðvitað fyrir valdaelítuna í höfuðborginni Pyongyang en hún líður engan skort.

Kim Jong-un einræðisherra í Norður-Kóreu.

 

Nýlega skýrðu suðurkóresk mannréttindasamtök frá því að sjö Norður-kóreumenn, hið minnsta, hafi verið teknir af lífi fyrir að hafa deilt vinsælum suðurkóreskum tónlistarmyndböndum. Aftökurnar fóru fram opinberlega og sum líkin voru vanvirt öðrum til viðvörunar. Kim hefur sjálfur kallað myndbönd úr suðurkóreskri poppmenningu „illkynja krabbamein“.

Talið er að einræðisherrann sé 37 ára. Hann er algjörlega óútreiknanlegur og vill vera það í augum umheimsins sem hann vill ekki að viti hvar hann hefur Norður-Kóreu.

Kim Jong-un á barnsaldri.

Ástandið hefur ekki batnað í Norður-Kóreu eftir að heimsfaraldur kórónuveirunnar skall á. Einræðisstjórnin segir að ekki eitt einasta smit hafi komið upp í landinu en landamærum þess var endanlega lokað fyrir umheiminum þegar faraldurinn skall á. Vestrænir sérfræðingar segja að afleiðingarnar verði hörmulegar ef kórónuveiran nær tökum á landinu.

Á valdatíma Kim hefur Norður-Kórea náð þeim áfanga að verða kjarnorkuveldi. Talið er að landið eigi 40 til 50 kjarnaodda og töluvert af langdrægum eldflaugum sem geta náð til meginlands Bandaríkjanna. Síðasta kjarnorkusprenging þeirra, 2017, var svo öflug að talið er að um vetnissprengju hafi verið að ræða og hafi hún verið 15 sinnum öflugri en Hiroshimasprengjan 1945.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir örgustu öfugmæli

Orðið á götunni: Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir örgustu öfugmæli
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland: Ekki kjörin til að bjarga heiminum – björgum Íslendingum fyrst

Inga Sæland: Ekki kjörin til að bjarga heiminum – björgum Íslendingum fyrst
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 3 um ESB/evru: Noregur vill inn – Tyrkir hafa hangið á húninum frá 1987!

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 3 um ESB/evru: Noregur vill inn – Tyrkir hafa hangið á húninum frá 1987!
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jóhannes Loftsson skrifar: Segjum frá!

Jóhannes Loftsson skrifar: Segjum frá!
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Mér finnst mjög skrítið að hægt sé að komast upp með annan eins munnsöfnuð“

„Mér finnst mjög skrítið að hægt sé að komast upp með annan eins munnsöfnuð“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ný könnun: Dapurt hjá Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn á flugi en Samfylkingin á niðurleið

Ný könnun: Dapurt hjá Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn á flugi en Samfylkingin á niðurleið