fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Eyjan

Pentagon vill ekki banna hermönnum að vera í öfgahópum

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 25. desember 2021 20:30

Pentagon.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt nýjum reglum bandaríska varnarmálaráðuneytisins, Pentagon, mega hermenn ekki styðja öfgahægrisamtök en þeir mega samt sem áður vera félagar í þeim.

Ráðuneytið gaf nýlega út nýjar reglur um þetta og kom sér hjá því að banna liðsmönnum hersins að ganga í öfgasamtök. Ráðuneytið vill ekki segja hvort það teljist brot á reglum hersins ef hermenn neita að viðurkenna að Joe Biden sé leiðtogi landsins.

Herinn hefur verið undir miklum þrýstingi á síðustu árum um að gera umbætur í sínum röðum. Þessi þrýstingur jókst mikið eftir að nokkrir hermenn tóku þátt í árásinni á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar síðastliðinn en það voru stuðningsmenn Donald Trump, þáverandi forseta, sem stóðu að baki árásinni.

Frá því að stjórn Biden tók við völdum hefur hún unnið að því að skilgreina hvaða starfsemi öfgasamtaka eigi að banna hermönnum að taka þátt í.

Samkvæmt nýju reglunum mega hermenn ekki „læka“ öfgaefni á samfélagsmiðlum. Þeir mega heldur ekki standa fyrir fjáröflun fyrir öfgasamtök né taka þátt í mótmælum á þeirra vegum eða til stuðnings þeim. Ekki liggur fyrir hvort og þá hver refsingin er fyrir að brjóta þessar reglur.

Ráðuneytið vill þó ekki banna hermönnum að gerast félagar í öfgasamtökum á borð við Ku Klux Klan og Proud Boys. „Ef við ætluðum að gera lista yfir öfgasamtök þá væri bara hægt að nota hann daginn sem hann væri birtur af því að þessi samtök breytast sífellt,“ sagði talsmaður ráðuneytisins á fréttamannafundi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Nú mæra þeir Bjarna sem settu honum stólinn fyrir dyrnar – nýrri valdablokk vex fiskur um hrygg

Orðið á götunni: Nú mæra þeir Bjarna sem settu honum stólinn fyrir dyrnar – nýrri valdablokk vex fiskur um hrygg
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Blendin viðbrögð við brotthvarfi Bjarna – „Sagan jarðar róginn“ – „Bless bless“

Blendin viðbrögð við brotthvarfi Bjarna – „Sagan jarðar róginn“ – „Bless bless“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Reiðin er vondur ráðgjafi – Hver ætlar að segja fúlu körlunum sem töpuðu kosningunum það?

Orðið á götunni: Reiðin er vondur ráðgjafi – Hver ætlar að segja fúlu körlunum sem töpuðu kosningunum það?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir Vesturlönd hafa gert mistök í samskiptum sínum við Úkraínu

Segir Vesturlönd hafa gert mistök í samskiptum sínum við Úkraínu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Framsýni Churchills

Björn Jón skrifar: Framsýni Churchills
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sr. Davíð Þór Jónsson: Myndi vilja heimsóknir skólabarna í kirkjur fyrir jól og í moskur á ramadan

Sr. Davíð Þór Jónsson: Myndi vilja heimsóknir skólabarna í kirkjur fyrir jól og í moskur á ramadan