fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Eyjan

Gunnar Smári sakar Þórdísi um hræsni – „Mitt ráð til Sjálfstæðisflokksfólks er að það þegja á jólunum“

Eyjan
Laugardaginn 25. desember 2021 15:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, ráðleggur Sjálfstæðismönnum að „þegja á jólunum“ í færslu sem hann birti í Facebook-hóp Sósíalistaflokksins  í dag.

Tilefni skrifa Gunnars var áramótapistill Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra þar sem hún segir það óforsvaranlegt að áfram verði mannréttindi og athafnafrelsi Íslendinga takmarkað í nafni sóttvarna.

Gunnar skrifar:  Hér kennir varaformaður flokksins öllum öðrum um ástandið sem rekja má til langvarandi sveltistefnu Sjálfstæðisflokksins, sem hefur valdið því að á Íslandi eru færri gjörgæslupláss á íbúa en í nokkru landi í nágrenni við okkur og við því þurft að þola meiri takmarkanir í daglegu lífi.“

Sjá einnig: Þórdís segir nei – „Svarið getur ekki verið ann­að“

Gunnar segir Sjálfstæðisfólk láta sem þeim sé annt um einstaklingsfrelsið en í reynd sé það sjálft „boðberi kúgunar“.

„Varaformaður flokks, sem hefur það að stefnu sinni að halda sem flestum undir fátæktarmörkum, halda sem flestum án heimilis og tryggja að sem flest heimili geti ekki haldið hátíðleg jól, lætur eins og sér sé annt um einstaklingsfrelsi; sjálfur boðberi kúgunar, ójöfnuðar og óréttlætis.“

Því ráðleggur Gunnar Smári Sjálfstæðisfólki að hafa sigt hægt í umræðunni.

„Mitt ráð til Sjálfstæðisflokksfólks er að þegja á jólunum. Boðskapur þess á betur heima á hrekkjavökunni, fyrsta vetrardag eða föstudaginn langa, einhverjum degi sem minnir á myrkur, dauða, grimmd og þegar vonin er dauf og slökknuð.“ 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla búin að senda Trump heillaóskir

Halla búin að senda Trump heillaóskir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar