fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Eyjan

Eyþór dregur framboð sitt til baka og segist hættur í pólitík

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 21. desember 2021 00:27

Eyþór Arnalds

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur, hefur dregið framboð sitt til baka og hyggst ekki gefa kost á sér til endurkjörs í komandi prófkjörsslag.

Hildur Björnsdóttir tilkynnti fyrir tæpum tveimur vikum að hún myndi sækjast eftir því að verða næsti oddviti Sjálfstæðismanna og að hún vildi verða borgarstjóri Reykjavíkur. Því stefndi í baráttu um fyrsta sætið þeirra á milli en nú er ljóst að af þeim slag verður ekki.

Eyþór tilkynnti þessa ætlun sína í Facebook færslu nú rétt eftir miðnætti í kvöld.

Í færslunni segir Eyþór að ákvörðunin sé tekin af persónulegum ástæðum, en ekki pólitískum og að hann „óttist ekki niðurstöðu í nokkru prófkjöri.“

Þá segir hann fremur vilja einbeita sér að sínum persónulegum málum. „Fram undan er löng og ströng kosningabarátta sem kallar á að allt annað víki á meðan. Ég hef einfaldlega komist að þeirri niðurstöðu að ég þurfi og vilji meiri tíma til að sinna mér og mínu, heimili og hugðarefnum. Nú er það annarra að taka við keflinu í því boðhlaupi sem pólitíkin er,“ skrifar Eyþór meðal annars.

Færslu Eyþórs má sjá hér í heilu lagi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla búin að senda Trump heillaóskir

Halla búin að senda Trump heillaóskir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar