fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Eyjan

50 milljarða hækkun launakostnaðar ríkisins á milli ára

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 21. desember 2021 09:00

Launakostnaður hins opinbera hækkaði um 50 milljarða á milli ára.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í lok árs 2020 voru 21.605 ríkisstarfsmenn í 18.107 stöðugildum. Heildarlaunakostnaður ríkisins var 278,9 milljarðar og hafði hækkað um 49,2 milljarða á milli ára. Á þriggja ára tímabili fjölgaði ríkisstarfsmönnum úr 17.050 í 18.107 eða um 1.052.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og vísar í ríkisreikning. Í honum kemur einnig fram að heildarlaunagreiðslur ríkisins voru mun hærri 2018 en 2019 og því er ljóst að hækkunin er ekki alltaf línuleg á milli ára.

Greidd mánaðarlaun eru ekki það eina sem er inni í þessum tölu að sögn Ingþórs Karls Eiríkssonar, fjársýslustjóra. „Þetta er heildarlaunakostnaður. Undir það falla lífeyrisskuldbindingar og launatengd gjöld. Álagsgreiðslur og annað kemur þarna inn, allt sem tengist launum,“ er haft eftir honum.

Í lok síðasta árs fengu 6.486 karlar greidd laun úr ríkissjóði en 11.921 kona. Konur voru því 64,2% ríkisstarfsmanna en karlar 35,8%.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Nú mæra þeir Bjarna sem settu honum stólinn fyrir dyrnar – nýrri valdablokk vex fiskur um hrygg

Orðið á götunni: Nú mæra þeir Bjarna sem settu honum stólinn fyrir dyrnar – nýrri valdablokk vex fiskur um hrygg
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Blendin viðbrögð við brotthvarfi Bjarna – „Sagan jarðar róginn“ – „Bless bless“

Blendin viðbrögð við brotthvarfi Bjarna – „Sagan jarðar róginn“ – „Bless bless“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Reiðin er vondur ráðgjafi – Hver ætlar að segja fúlu körlunum sem töpuðu kosningunum það?

Orðið á götunni: Reiðin er vondur ráðgjafi – Hver ætlar að segja fúlu körlunum sem töpuðu kosningunum það?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir Vesturlönd hafa gert mistök í samskiptum sínum við Úkraínu

Segir Vesturlönd hafa gert mistök í samskiptum sínum við Úkraínu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Framsýni Churchills

Björn Jón skrifar: Framsýni Churchills
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sr. Davíð Þór Jónsson: Myndi vilja heimsóknir skólabarna í kirkjur fyrir jól og í moskur á ramadan

Sr. Davíð Þór Jónsson: Myndi vilja heimsóknir skólabarna í kirkjur fyrir jól og í moskur á ramadan