fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Eyjan

50 milljarða hækkun launakostnaðar ríkisins á milli ára

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 21. desember 2021 09:00

Launakostnaður hins opinbera hækkaði um 50 milljarða á milli ára.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í lok árs 2020 voru 21.605 ríkisstarfsmenn í 18.107 stöðugildum. Heildarlaunakostnaður ríkisins var 278,9 milljarðar og hafði hækkað um 49,2 milljarða á milli ára. Á þriggja ára tímabili fjölgaði ríkisstarfsmönnum úr 17.050 í 18.107 eða um 1.052.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og vísar í ríkisreikning. Í honum kemur einnig fram að heildarlaunagreiðslur ríkisins voru mun hærri 2018 en 2019 og því er ljóst að hækkunin er ekki alltaf línuleg á milli ára.

Greidd mánaðarlaun eru ekki það eina sem er inni í þessum tölu að sögn Ingþórs Karls Eiríkssonar, fjársýslustjóra. „Þetta er heildarlaunakostnaður. Undir það falla lífeyrisskuldbindingar og launatengd gjöld. Álagsgreiðslur og annað kemur þarna inn, allt sem tengist launum,“ er haft eftir honum.

Í lok síðasta árs fengu 6.486 karlar greidd laun úr ríkissjóði en 11.921 kona. Konur voru því 64,2% ríkisstarfsmanna en karlar 35,8%.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Svarthöfði: Þórðargleði

Svarthöfði: Þórðargleði
Eyjan
Í gær

Kosningar: Ekki bara útlendingar sem taka þátt í skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi

Kosningar: Ekki bara útlendingar sem taka þátt í skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: EES-réttindi eða tjörukagga Þorgeirs Hávarssonar?

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: EES-réttindi eða tjörukagga Þorgeirs Hávarssonar?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Marta er ítrekað spurð „Hefur þú ekkert að gera?” – Raunin er önnur

Marta er ítrekað spurð „Hefur þú ekkert að gera?” – Raunin er önnur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hafa litla trú á nýju kosningalíkani – „Hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum“

Hafa litla trú á nýju kosningalíkani – „Hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni