Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og vísar í ríkisreikning. Í honum kemur einnig fram að heildarlaunagreiðslur ríkisins voru mun hærri 2018 en 2019 og því er ljóst að hækkunin er ekki alltaf línuleg á milli ára.
Greidd mánaðarlaun eru ekki það eina sem er inni í þessum tölu að sögn Ingþórs Karls Eiríkssonar, fjársýslustjóra. „Þetta er heildarlaunakostnaður. Undir það falla lífeyrisskuldbindingar og launatengd gjöld. Álagsgreiðslur og annað kemur þarna inn, allt sem tengist launum,“ er haft eftir honum.
Í lok síðasta árs fengu 6.486 karlar greidd laun úr ríkissjóði en 11.921 kona. Konur voru því 64,2% ríkisstarfsmanna en karlar 35,8%.