fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Eyjan

Ótrúlegt verðstríð í Danmörku – Sögulega lágt verð á rjóma, smjöri og svínasteik – „Heilbrigð samkeppni“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 20. desember 2021 08:00

Danskur rjómi og smjör. Mynd:

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ótrúlegt verðstríð geisar nú á dönskum smásölumarkaði þar sem verslanir keppast um að lokka viðskiptavini til sín með sögulega lágu verði á rjóma, smjöri, svínasteik og fleiri vörum. Nú er kílóverðið á svínasteik sem svarar til um 190 íslenskra króna en er venjulega um 680 krónur.

Rjómi er einnig mjög ódýr þessa dagana en hægt er að fá hálfan lítra fyrir sem svarar til tæplega 60 íslenskra króna en venjulega kostar hálfur lítri um 450 krónur. Smjör er einnig á ótrúlegu verði en 200 gramma smjörstykki kostar nú víða sem svarar til 90 íslenskra króna en venjulegt söluverð er yfirleitt tæplega 400 krónur. Einn lítri af nýmjólk fæst nú á sem svarar til tæplega 60 íslenskra króna en venjulegt verð er um 200 krónur.

Sérfræðingar segja að þetta sé sögulega lágt verð á þessum vörum en ástæðan er barátta lágvöruverðsverslana um viðskiptavini. Þær reyna því að lokka viðskiptavini til sín með lágu verði á þeim vörum sem seljast einna mest þessa dagana en það eru rjómi, smjör, nýmjólk og svínasteik. Stórmarkaðir hafa síðan neyðst til að fylgja á eftir og lækka verðin hjá sér.

Tilboð verslananna gilda til og með Þorláksmessu og hefur salan á þessum vörum verið mikil. Danska ríkisútvarpið hefur eftir Jonas Schrøder, talsmanni Rema1000, að margir nýti nú tækifærið og kaupi þessar vörur og frysti.

Talsmenn stærstu verslanakeðjanna voru sammála um að keðjurnar tapi peningum á að selja þessar vörur á svona lágu verði, innkaupsverðið sé mun hærra. Allir voru þeir þeirrar skoðunar að ekki sé hægt að gefa eftir í baráttunni um viðskiptavini nú á síðustu dögunum fyrir jólin og því keppist þeir um að bjóða upp á lægstu verðin.

Þeir vita sem er að það skiptir miklu máli að fá viðskiptavinina inn í verslanirnar og ef hægt er að lokka þá þangað inn með lágu verði á rjóma, smöri og svínasteik, sem er vinsæll hátíðarmatur í Danmörku, þá er líklegt að þeir versli eitthvað meira. Af þeim sökum fylgjast verslanirnar vel með verðunum hjá hver annarri og breyti verði sínu ef þurfa þykir. Schrøder sagði þetta merki um „heilbrigða samkeppni“. „Samkeppnin hefur aldrei verið jafn hörð og í ár. Verðin eru í sögulegu lágmarki,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla búin að senda Trump heillaóskir

Halla búin að senda Trump heillaóskir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar