Kjeldsen, sem er 58 ára, var ekki sáttur við dóminn og öskraði á dómarann: „Hvernig í fjandanum getur þú verið dómari?“ og yfirgaf síðan dómsalinn. Dómsforsetinn hafði áður varað hann við og sagt honum að ef hann gæti ekki þagað yrði hann að yfirgefa dómsalinn.
Auk Kjeldsen voru endurskoðandi hans og lögmaður ákærðir auk níu til viðbótar. Málið snerist um að Kjeldsen hafði með aðstoð þessara aðila keypt mun meira af kvóta en lögin heimila. Þessu hafði hann haldið leyndu fyrir yfirvöldum með því að fá aðra til að leppa kaupin fyrir sig, þeirra á meðal var eiginkona hans.
Allir hinir ákærðu voru sakfelldir en einum var ekki gerð refsing sökum ungs aldurs. Allt var fólkið dæmt til að greiða milljónir danskra króna í sekt. Kjeldsen þarf að greiða hæstu sektina 54 milljónir. Einnig voru 162,5 milljónir gerðar upptækar í ýmsum fyrirtækjum sem á pappírunum voru í eigu annarra en var í raun stýrt af Kjeldsen.
Allir hinir dæmdur áfrýjuðu dómnum samstundis til Landsréttar.