fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Kínverjar sagðir ætla að byggja flotastöð við Atlantshafið – Miklar áhyggjur í Bandaríkjunum

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 18. desember 2021 17:00

Malabo höfuðborg Miðbaugs-Gíneu. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðbaugs-Gínea er eitt af minnstu ríkjum Afríku. Það er á milli Kamerún og Gabon við Atlantshafið. Eflaust kannast margir ekki við þetta land enda er það lítið í fréttum og skiptir okkur hér á Íslandi kannski ekki svo miklu máli þegar við horfum á heimsmyndina. En þetta litla land er nú orðið peð á taflborðinu í stórveldaskák Bandaríkjanna og Kína. Bandaríkjamenn hafa miklar áhyggjur af þróun mála í landinu og vaxandi umsvifum Kínverja þar.

Wall Street Journal segir að Kínverjar séu nú að vinna að því að fá að byggja sína fyrstu flotastöð í Miðbaugs-Gíneu. Ætlunin er að nota hana til að vera með örugga höfn fyrir kínversk herskip við Atlantshaf og til geymslu á skotfærum. Ef af verður, verður þetta fyrsta herstöð Kínverja við Atlantshafið og þar að auki í næstum beinni skotlínu við austurströnd Bandaríkjanna.

Umfjöllun Wall Street Journal byggist á leynilegum skýrslum bandarískra njósnastofnanna og upplýsingum frá heimildarmönnum innan stjórnkerfisins. Heimildarmennirnir segja að þróun mála veki áhyggjur í stjórnkerfinu.

Jon Finer, varaþjóðaröryggisráðgjafi, fór til Miðbaugs-Gíneu í október til að reyna að sannfæra forseta landsins um að hafna málaumleitunum Kínverja. Ekki liggur fyrir hvort ferðin bar árangur.

Í leiðara Global Times, sem er enskumælandi málgagn kínverska kommúnistaflokksins, segir að hvorki Kína né Miðbaugs-Gínea hafi staðfest það sem Bandaríkin segja um fyrirhugaða flotastöð. „Ef Kína hefur í hyggjur að reisa birgðastöð fyrir flotann í þessu skyni (vopnakapphlaupi við Bandaríkin, innsk. blaðamanns) þá verður það öðruvísi en Bandaríkin ímynda sér. Þetta myndi koma svæðinu að gagni án þess að valda því skaða,“ segir í leiðaranum.

Það er hafnarborgin Bata sem er sögð koma til greina sem flotastöð. Kínverjar hafa nú þegar komið að fjármögnun og byggingu hafnar í borginni en góðir vegir liggja frá henni til Gabon og enn lengra inn í Afríku.

Miðbaugs-Gínea er fyrrum spænsk nýlenda sem fékk sjálfstæði 1968. Landið samanstendur af meginlandinu og fimm eyjum. Höfuðborgin Malabo er á eyjunni Bioko en Bata, þar sem Kínverjar eru sagðir vilja byggja flotastöð, er á meginlandinu. Um 1,4 milljónir búa í landinu sem býr yfir auðugum olíulindum. Teodoro Obiang Nguema Mbasogo hefur verið forseti landsins síðan 1979 og nokkrir af sonum hans gegna mikilvægum ráðherraembættum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð