fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Eyjan

Kolbrún segir að stjórnarandstaðan sé ekki burðug og geti ekki gengið í takt

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 17. desember 2021 08:04

Kolbrún Bergþórsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er engin ástæða til að nöldra yfir áframhaldandi samstarfi Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna í ríkisstjórn undir forsæti hins framúrskarandi forsætisráðherra Katrínar Jakobsdóttur. Þetta segir Kolbrún Bergþórsdóttir í leiðara Fréttablaðsins í dag.

Hún segir stjórnarandstöðuna vera lítt burðuga og líklega muni stjórnarflokkarnir eiga auðvelt með að kveða hana í kútinn. Hún segir að flokkarnir, sem eru í stjórnarandstöðu, séu svo ólíkir og með mismunandi áherslur að útilokað sé að þeir geti gengið í takt. Enn verra sé að stjórnarandstöðuna skorti sannfæringarkraft.

„Engir leiðtogar hennar tala fyrir frjálslyndri framtíðarpólitík. Í einum flokki er stöðugt galað um grasserandi og ógeðslega spillingu í íslensku samfélagi. Í enn öðrum flokki er æpt um hroðalegan illvilja ríkisstjórnarinnar í garð fátækra. Þriðji flokkurinn boðar töfralausnir í gegnum Evrópusambandið og evruna. Sá fjórði vísar frá sér frjálslyndi og umburðarlyndi og hefur einstakt lag á að leggja vondum málstað lið. Fimmti flokkurinn hefur valið að taka afstöðu til mála hverju sinni út frá skoðanakönnunum og pólitískum rétttrúnaði. Þetta er ekki sannfærandi pólitík hjá stjórnarandstöðunni,“ segir Kolbrún.

Hún segir að spillingu sé eflaust að finna í íslensku samfélagi, eins og öðrum, en hún blasi ekki við á hverju götuhorni. Hér sé fátækt til staðar og það þurfi að taka á henni en fáránlegt sé að halda því fram að ríkisstjórnin geri allt til að viðhalda henni. „Svo er það einu sinni svo, jafn leiðinlegt og sumum kann að þykja það (og sú sem þetta skrifar er þar á meðal), að þjóðin hefur því miður engan áhuga á inngöngu í Evrópusambandið og vill halda í krónuna. Alls ekkert bendir til að það muni breytast í framtíðinni,“ segir hún.

Hún segir einnig blasa við að flokkur sem taki sér sífellt stöðu með afturhaldi eigi ekkert erindi við samtímann og ekki eigi að þurfa að hafa mörg orð um hversu ömurleg pólitík það sé að taka afstöðu út frá skoðanakönnunum.  „Og stjórnmálaflokkur sem umfaðmar pólitískan rétttrúnað getur beinlínis orðið hættulegur – skemmtilegur verður hann allavega aldrei. Hún er áleitin hugsunin um að núverandi stjórnarsamstarf sé það farsælasta í stöðunni,“ segir hún að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Réttlæti miskunnsama samherjans

Svarthöfði skrifar: Réttlæti miskunnsama samherjans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lýsa alvarlegum áhyggjum af stöðu bæjarsjóðs – Gífurleg útgjöld til hælisleitenda og valdeflingarverkefni falin í ársreikningi

Lýsa alvarlegum áhyggjum af stöðu bæjarsjóðs – Gífurleg útgjöld til hælisleitenda og valdeflingarverkefni falin í ársreikningi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris