fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Eyjan

Kjósendur eru óánægðir með niðurstöðu talningarmálsins

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 16. desember 2021 09:00

Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis. Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tæplega þriðjungur fólks á kosningaaldri er ánægður með afgreiðslu Alþingis á talningarmálinu úr Norðvesturkjördæmi. Af svarendum eru 46% óánægðir með að seinni talningin í kjördæminu hafi verið látin standa.

Þetta eru niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar sem Prósent gerði. Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag.

„Þetta endurspeglar auðvitað það að atburðirnir sem áttu sér stað í norðvestri voru alvarlegir og meiriháttar klúður. Þeir hafa örugglega orðið til þess að rýra traust á kosningafyrirkomulaginu upp að einhverju marki, þótt það traust sé líklega ekkert horfið,“ er haft eftir Eiríki Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, sem sagði niðurstöður könnunarinnar ekki koma sér á óvart. Búast hafi mátt við þessu miðað við alvarleika málsins. „Það er líka erfitt að átta sig á hvað hinir óánægðu hefðu viljað gera í staðinn. Hvort þeir hefðu viljað láta fyrri talningu standa, hvort þeir hefðu viljað láta kjósa aftur í Norðvesturkjördæmi eða hvort kosningarnar yrðu í heild sinni ógildar. Það liggur ekki fyrir,“ sagði hann.

Könnunin leiðir í ljós að fólk á aldrinum 25 til 44 ára er óánægðast með afgreiðslu þingsins á málinu. Aðeins 27% úr þessum hópi eru ánægð með afgreiðsluna en rúmlega 50% eru óánægð.

Samhliða hækkandi aldri þátttakenda eykst ánægja þeirra með afgreiðslu Alþingis á málinu en mælist þó ekki yfir 50%. Lítill munur er á afstöðu kynjanna en karlar eru þó örlítið sáttari við afgreiðsluna en konur og svipaða sögu er að segja af afstöðu fólks eftir búsetu. Íbúar á landsbyggðinni eru örlítið sáttari við niðurstöðuna en íbúar á höfuðborgarsvæðinu.

Þegar svörin eru skoðuðu út frá tekjum svarenda kemur í ljós að fólk í tekjulægsta hópnum er óánægðast með afgreiðsluna en fjórðungur fólks úr þeim hópi er hvorki óánægt eða ánægt með afgreiðsluna.

Þegar svörin eru borin saman við hvað svarendur kusu í síðustu þingkosningum kemur í ljós að 70% stuðningsfólks Sjálfstæðisflokksins er ánægt með afgreiðslu þingsins. Hjá Framsókn eru 52% ánægð með afgreiðsluna. 38% kjósenda Vinstri grænna eru ánægð en 40% óánægð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ruglingurinn í kringum EES-samninginn og ESB-aðild

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ruglingurinn í kringum EES-samninginn og ESB-aðild
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi