fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Eyjan

Lattelepjandi hjólreiðamaðurinn ekki óvinurinn – „Okkur hefur hætt við að falla í þá gryfju“

Jón Þór Stefánsson
Miðvikudaginn 15. desember 2021 10:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borgarfulltrúinn Hildur Björnsdóttir sækist nú eftir oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í borginni. Hún tilkynnti um fyrirætlun sína fyrir viku síðan, og hefur verið áberandi í umræðunni í kjölfarið. Nú síðast var hún gestur í Dagmálum. Þar tjáði hún sig meðal annars um baráttuna við kollega sinn Eyþór Arnalds, núverandi oddvita flokksins í borginni.

Hún sagði að þau Eyþór vera „fína félaga“, og tók fram að hún sagði honum frá framboði sínu áður en hann tilkynnti það opinberlega. „Ég lít ekki svo á að ég sé að hjóla í Eyþór, ég er bara að bjóða mig fram til forystu. Hann gerir það líka og svo gefst kjósendum kostur á að velja á milli,“ segir hún.

Ekki á móti latte-lepjandi reiðhjólafólki

Hildi hefur orðið tíðrætt um að meirihlutinn hafi efnt til menningarstríðs milli fólks sem kýs að lifa lífi sínu með ólíkum hætti innan borgarinnar. Hún gerði þetta að umræðuefni í viðtalinu. „Við sjáum það að meirihlutaflokkarnir – og Viðreisn gengur inn í það og tekur þátt í því – hafa svolítið öfgafulla stefnu, t.d. í skipulagsmálum, þau vilja ganga svakalega langt og skipa fólki í fylkingar. Sumir líta svo á að eina svarið við þessu sé að fara í öfgarnar alveg í hina áttina. Þetta á ég erfitt með að skilja af því að mín pólitík og trú á frelsið fer ekki saman við þetta,“ er haft eftir Hildi í Morgunblaðinu.

„Mér finnst stórkostlegt ef við getum þróað borg sem er fjölbreytt. Mér finnst stórkostlegt ef borgarhverfin fá að þróast sjálfstætt, þannig að þau séu fjölbreytt. Það á ekki að vera neitt hættulegt
að borgarhverfin í Reykjavík fái að vera svona ólík, því að það fjölgar valkostunum fyrir fólk
Það hefur stundum gerst í þessari umræðu að meirihlutaflokkarnir vilja ráðast að fólki, sem velur að
búa í úthverfi eða þarf nauðsynlega að nota bíl í sínu daglega amstri.

Mér hefur stundum þótt sem fólki þyki eina svarið við þessum öfgafulla málflutningi vera að láta fólk sem vill hjóla leiðar sinnar eða drekka latte fara í taugarnar á sér. Eigum við ekki bara öll að fá að vera eins og við erum? Við sem trúum á frelsið vitum að ein grunnforsenda frelsisins er umburðarlyndið og við þurfum að geta sýnt valkostum annarra umburðarlyndi. Ég vil bara fjölbreytta borg fyrir fjölbreytt fólk, þar sem allir geta valið sinn lífsstíl eftir eigin höfði og við látum það bara í friði.“

Umfjöllun Morgunblaðsins um þáttinn má sjá hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla búin að senda Trump heillaóskir

Halla búin að senda Trump heillaóskir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar