fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Eyjan

Baráttan um borgina: Dagur svarar Hildi sem segir borgarstjóra beita blekkingum

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 15. desember 2021 15:00

Hildur Björnsdóttir og Dagur B. Eggertsson hafa tekist á að undanförnu um leikskólamálin. Óhætt er að segja að hiti hafi færst í leikana. mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ljóst má þykja að hiti er að færast í borgarmálin. Fjölmiðlar hafa undanfarið þráspurt Dag B. Eggertsson sitjandi borgarstjóra um framtíðarplön hans en hann hefur þó enn ekkert gefið upp. Í Silfrinu síðastliðinn sunnudag sagðist Dagur ætla að hugsa málin yfir hátíðirnar og að svars mætti vænta eftir áramót.

Hildur Björnsdóttir tilkynnti þá í síðustu viku að hún ætlaði sér að verða borgarstjóri og myndi því gefa kost á sér í forystusæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins sem boðað hefur verið 26. febrúar næstkomandi. Fyrir situr þar Eyþór Arnalds sem hefur sagst ætla að gefa áfram kost á sér.

Hildur mætti Degi B. Eggertssyni í Kastljósinu fyrir viku og voru þau jafnframt bæði gestir Egils Helgasonar í Silfrinu ásamt Eyþóri og Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur frá Viðreisn. Í báðum viðureignum Hildar og Dags voru leikskólamálin fyrirferðamikil. Skaut Hildur meðal annars föstum skotum á Dag og sagði meirihlutann sem hann fer fyrir hafa mistekist að standa við loforð sín um að öllum 18 mánaða börnum yrði komið fyrir á leikskólum borgarinnar á þessu kjörtímabili. Sagði Dagur að gert væri ráð fyrir að kosningaloforðið myndi nást á næsta kjörtímabili.

Þá vísaði Hildur til talna Reykjavíkurborgar um að meðalaldur barna sem komast inn á leikskóla Reykjavíkur sé 29 mánuðir. Sú tala stóð í 26 mánuðum árið 2018 og hefur því staðan versnað á kjörtímabilinu.

Þess má geta að talan 29 mánuðir var fengin frá Helga Grímssyni, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar sem færði þá skýringu fyrir hækkandi meðalaldri í samtali við RUV að framboð á leikskólaplássum hefðu ekki aukist í samræmi við fjölgun barna.

Dagur slær frá sér í gegnum upplýsingafulltrúa borgarinnar

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg sem send var fjölmiðlum nú fyrir hádegi í dag segir Sigrún Björnsdóttir, upplýsingafulltrúi skóla- og frístundasviðs borgarinnar að meðalaldur barna sem hófu vistun í leikskólum borgarinnar væri 19 mánuðir. 10 mánuðum minna en sami fulltrúi sama sviðs Reykjavíkurborgar sagði fyrir tveimur vikum.

Segir í tilkynningu borgarinnar: „Ýmislegt hefur áhrif á útreikningi á meðalaldri barna sem innritast í leikskóla, m.a. flutningar eldri barna á milli leikskóla og úr öðrum sveitarfélögum eða frá útlöndum, og jafnframt vísað til minnisblaðs þar sem útreikningarnir á þessari 19 mánaða tölu koma fram. Minnisblaðið er hér.

Mbl.is sagði fyrst frá tilkynningu borgarinnar.

Skömmu eftir frétt að frétt Mbl.is fór í loftið birti Hildur færslu á Facebook síðu sinni þar sem hún segir borgarstjóra beita blekkingum með þessari nýju 19 mánaða tölu. „Innritun á leikskóla er ekki það sama og innganga á leikskóla,“ segir Hildur. „Barn getur verið innritað mörgum mánuðum áður en það hefur loks leikskólagönguna.“

Heldur Hildur áfram:

Enn standa tölur borgarinnar um 29 mánaða meðalaldur barna við inngöngu á leikskóla. Það gefur hugsanlega svolítið skakka mynd, því einhver barnanna hófu leikskólagönguna í öðru sveitarfélagi – eða hófu leikskólagönguna í sjálfstætt starfandi leikskóla – hvar einkaframtakið hefur svarað eftirspurn sem borgin hefur ekki mætt.

Stærsta fréttin er auðvitað þessi: Meirihlutaflokkarnir sýna fjölskyldum í borginni þá vanvirðingu að afneita leikskólavandanum.

Færslu Hildar má sjá í heilu lagi hér að neðan, og er ljóst, að baráttan um borgina er komin á fleygiferð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Nú mæra þeir Bjarna sem settu honum stólinn fyrir dyrnar – nýrri valdablokk vex fiskur um hrygg

Orðið á götunni: Nú mæra þeir Bjarna sem settu honum stólinn fyrir dyrnar – nýrri valdablokk vex fiskur um hrygg
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Blendin viðbrögð við brotthvarfi Bjarna – „Sagan jarðar róginn“ – „Bless bless“

Blendin viðbrögð við brotthvarfi Bjarna – „Sagan jarðar róginn“ – „Bless bless“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Reiðin er vondur ráðgjafi – Hver ætlar að segja fúlu körlunum sem töpuðu kosningunum það?

Orðið á götunni: Reiðin er vondur ráðgjafi – Hver ætlar að segja fúlu körlunum sem töpuðu kosningunum það?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir Vesturlönd hafa gert mistök í samskiptum sínum við Úkraínu

Segir Vesturlönd hafa gert mistök í samskiptum sínum við Úkraínu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Framsýni Churchills

Björn Jón skrifar: Framsýni Churchills
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sr. Davíð Þór Jónsson: Myndi vilja heimsóknir skólabarna í kirkjur fyrir jól og í moskur á ramadan

Sr. Davíð Þór Jónsson: Myndi vilja heimsóknir skólabarna í kirkjur fyrir jól og í moskur á ramadan