fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Landspítalann vantar 1,8 milljarða

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 14. desember 2021 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landspítalinn þarf 1,8 milljarða til viðbótar því sem lagt er til í fjárlagafrumvarpi næsta árs ef hann á að geta veitt óbreytta þjónustu, nýja þjónustu og unnið að eðlilegum rekstrarumbótum.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að einnig stefni í mikla fjárvöntun vegna leyfisskyldra lyfja á næsta ári eða rúma tvo milljarða króna umfram það sem gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu. Þetta kemur fram í umsögnum Landspítalans um fjárlagafrumvarpið.

Í umsögn spítalans kemur fram að kostnaður vegna leyfisskyldra lyfja verði um 14,7 milljarðar á næsta ári en í frumvarpinu er gert ráð fyrir 12,5 milljörðum til málaflokksins. „Ný en mjög dýr lyf gjörbreyta lífslíkum og lífsgæðum sjúklinga. Heimsmarkaðsverð á mörgum lyfjum hækkar mikið. Reiknaður vöxtur í fjárlagafrumvarpinu er 1,5% en raunveruleikinn þyrfti að vera um 10%. Að óbreyttu er ekkert svigrúm fyrir að taka ný lyf í notkun á árinu 2022 og fjárveitingar duga ekki fyrir þeim lyfjameðferðum sem nú þegar eru í gangi,“ segir í umsögn sem Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, settur forstjóri Landspítalans, sendi fjárlaganefnd Alþingis.

Í umsögninni eru tekin dæmu um ástæður vaxandi kostnaðar við lyfseðilsskyld lyf. Til dæmis sé reiknað með 270 milljóna króna auknum kostnaði vegna lyfsins innúnóglóbúlín. Þá hafi ný krabbameinslyf, svokölluð PDL-1 hemla, valdið mikilli þróun í meðferð krabbameina og batahorfur sjúklinga hafi farið batnandi. Kostnaðarauki vegna þessara lyfja er 308 milljónir.

Í umsögnum spítalans um frumvarpið kemur fram að þrátt fyrir að margt jákvætt sé að finna í því þá glími hann við langvarandi fjárhagsvanda og undirliggjandi rekstrarvandi á þessu ári er sagður vera einn milljarður og að á næsta ári vanti 1,642 milljónir til að standa undir óbreyttum rekstri. Ef reikniviðmið fyrri fjárlaga væru nú í gildi hefði spítalinn fengið um 1,4 milljarða og er óskað eftir að svo verði áfram. Einnig er lagt til að 387 milljóna króna hagræðingarkrafa á spítalann á næsta ári verði felld niður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð