Forsetinn verður áttræður á næsta ári og hefur aldur hans orðið til þess að kynda enn frekar undir sögur um andleg veikindi hans. En Jill Biden var ekki lengi að svara spurningu um þennan fréttaflutning og sagði hann vera „fáránlegan“.
Þess utan sagði hún í viðtalinu að það sé ekki bara dans á rósum að vera forsetafrú, þetta sé erfið vinna. „Þetta er erfiðara en ég hélt. Þetta er ekki vinna, þetta er lífsstíll og maður getur ekki bara farið heim klukkan 15 eða 17. Þetta er sólarhringsvinna,“ sagði hún.
Hún starfar við kennslu í ensku og textagerð í menntaskóla í norðanverðri Virginíu, ekki fjarri Hvíta húsinu. Mjög óvenjulegt er að forsetafrú Bandaríkjanna sé í fullu starfi og það hefur raunar ekki gerst áður. Forverar hennar hættu að vinna þegar þær fluttu í Hvíta húsið og gegndu einhverskonar sendiherrastöðu fyrir eiginmenn sína, sáu um barnauppeldi og sinntu hlutverki gestgjafa.