fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Eyjan

„Fáránlegt!“ segir Jill Biden

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 13. desember 2021 16:00

Jill Biden er kennari. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Fáránlegt!“ sagði Jill Biden, forsetafrú í Bandaríkjunum, þegar hún var spurð út í andlegt heilsufar eiginmannsins, Joe Biden, í viðtali í CBS Morning. Margir bandarískir fjölmiðlar, aðallega á hægri væng stjórnmálanna, hafa birt fréttir um að Biden eigi við andleg veikindi að etja.

Forsetinn verður áttræður á næsta ári og hefur aldur hans orðið til þess að kynda enn frekar undir sögur um andleg veikindi hans. En Jill Biden var ekki lengi að svara spurningu um þennan fréttaflutning og sagði hann vera „fáránlegan“.

Þess utan sagði hún í viðtalinu að það sé ekki bara dans á rósum að vera forsetafrú, þetta sé erfið vinna. „Þetta er erfiðara en ég hélt. Þetta er ekki vinna, þetta er lífsstíll og maður getur ekki bara farið heim klukkan 15 eða 17. Þetta er sólarhringsvinna,“ sagði hún.

Hún starfar við kennslu í ensku og textagerð í menntaskóla í norðanverðri Virginíu, ekki fjarri Hvíta húsinu. Mjög óvenjulegt er að forsetafrú Bandaríkjanna sé í fullu starfi og það hefur raunar ekki gerst áður. Forverar hennar hættu að vinna þegar þær fluttu í Hvíta húsið og gegndu einhverskonar sendiherrastöðu fyrir eiginmenn sína, sáu um barnauppeldi og sinntu hlutverki gestgjafa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ruglingurinn í kringum EES-samninginn og ESB-aðild

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ruglingurinn í kringum EES-samninginn og ESB-aðild
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi