fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Eyjan

Nýja-Sjálandi stafar ógn af vaxandi kínverskri þjóðernishyggju

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 12. desember 2021 21:00

Frá Nýja-Sjálandi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýrri skýrslu nýsjálenska varnarmálaráðuneytisins um stöðu landsins segir að það standi frammi fyrir vanda vegna deilna og keppni á milli Kína og Bandaríkjanna á Kyrrahafssvæðinu. Nýja-Sjáland er sagt standa frammi fyrir miklum áskorunum og flókinni stöðu vegna þessa, aðallega vegna þess hversu öflugt Kína er orðið og „vaxandi þjóðernishyggju“ þar í landi.

The Guardian skýrir frá þessu. Nýja-Sjáland er bandalagsríki Bandaríkjanna, Ástralíu, Bretlands og Kanada og í skýrslunni er lögð áhersla á mikilvægi þess að viðhalda þessu bandalagi.

David Capie, prófessor og forstjóri Victoria University of Wellington‘s Centre for Strategic Studies, sagði að skýrslan dragi upp nokkuð skýra mynd af breytingum á hernaðarlegri stöðu Nýja-Sjálands. Í henni séu færð rök fyrir því að sunnanvert Kyrrahaf sé ekki lengur friðsælt og afskekkt svæði heldur standi svæðið frammi fyrir áskorunum sem hafi sést víðar á Kyrrahafssvæðinu.

Skýrslan er innlegg í umræður á Nýja-Sjálandi um hvernig á að takast á við samkeppni Kína og Bandaríkjanna í Kyrrahafi. Margir embættismenn og sérfræðingar í Wellington, höfuðborg Nýja-Sjálands, hafa á síðustu árum tekið harðari afstöðu gegn Kína og þrýst á aukið samstarf við Bandaríkin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla búin að senda Trump heillaóskir

Halla búin að senda Trump heillaóskir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar