fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Eyjan

Mikilvægt skref stigið í dag til að bæta stöðu þolenda kynferðisbrota

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 9. desember 2021 13:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þjónustugátt lögreglu fyrir þolendur kynferðisbrota var opnuð í dag. Um er að ræða samstarfsverkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóra og segir Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, að um mikilvægt skref sé að ræða í átt að bættri stöðu þolenda hér á landi.

Hún greinir frá opnun gáttarinnar í pistli sem birtist hjá Vísi.

„Um er að ræða rafræna þjónustugátt þar sem þolendur geta fengið ýmsar upplýsingar um stöðu mála sinna og um þær bjargir sem þolendum standa til boða. Á þetta hefur skort og eftir þessu hefur verið kallað og því er einkar ánægjulegt að sjá Þjónustugáttina verða að veruleika.“

Til að byrja með mun þjónustugáttin þjónusta þolendur á höfuðborgarsvæðinu, en um er að ræða tilraunaverkefni til eins árs á meðan reynsla fæst á notkun gáttarinnar.

„Markmiðið er að gáttin verði aðgengileg fyrir alla þolendur óháð umdæmamörkum en unnið verður að því næsta árið í samstarfi við embætti ríkislögreglustjóra, önnur lögregluembætti og aðra hagaðila.“

Þjónustugáttin er hluti af aðgerðaráætlun stjórnvalda um meðferð kynferðisbrota frá árinu 2018, en eitt af markmiðum hennar var að bæta upplýsingagjöf til þolenda.

„Er það í samræmi við niðurstöður þjónustukönnunar, sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur framkvæmt meðal þolenda kynferðisbrota frá árinu 2020. Þar kemur fram að 75% svarenda eru ánægð með þjónustu lögreglu en að sama skapi sögðu 88% svarenda að þau hefðu ekki nægilegar upplýsingar um stöðu máls síns. Er gáttinni ætlað að bæta þar úr.“

Halla Bergþóra segir að undanfarin ár hafi markvisst verið unnið að úrbótum hjá umdæmi hennar hvað varðar rannsóknir kynferðisbrota.

„Þar má nefna sérstaklega styttingu málsmeðferðartíma, aukin gæði rannsókna og sérhæfða kærumóttöku. Þjónustugátt lögreglu fyrir þolendur kynferðisbrota bætist nú við, en markmiðið með henni er að bæta enn frekar þjónustu lögreglu í þessum mikilvæga málaflokki.“

Þjónustugáttina má finna hér, en Jón Gunnarsson innanríkisráðherra opnaði hana formlega í hádeginu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla búin að senda Trump heillaóskir

Halla búin að senda Trump heillaóskir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar