Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, virðist fagna framboði Hildar Björnsdóttur sem tilkynnti í gær að hún gæfi kost á sér í oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Fyrir stundu skrifaði Eyþór á Facebooksíðu sína:
„Ég fagna áhuga fólks sem vill gera borgina betri og sérstaklega áhuga þeirra einstaklinga sem gefa kost á sér í borgarstjórn.
Ekki síst gleðst ég yfir því að fólk hafi metnað til að gefa kost á sér til starfa innan Sjálfstæðisflokksins sem er það hreyfiafl sem getur breytt borginni og snúið stöðnun í sókn og framfarir.
Það styrkir okkur sem flokk og það styrkir borgina okkar allra.
Færslu hans má hér lesa í heild sinni.