fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Eyjan

Skerðing raforkuafhendingar margfaldar kolefnisspor sjávarútvegsins – 20 milljónir lítra af olíu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 8. desember 2021 09:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sú ákvörðun Landsvirkjunar að skerða afhendingu raforku til stórnotenda á borð við fiskimjölsverksmiðjur mun kalla á aukna olíunotkun upp á um 20 milljónir lítra en það svarar til um 54.400 tonna af kolefnisígildum.

Þetta hefur Morgunblaðið eftir Gunnþóri Ingvasyni, forstjóra Síldarvinnslunnar. Haft er eftir honum að ákvörðun Landsvirkjunar um að skerða afhendinguna strax muni margfalda kolefnisspor sjávarútvegsins og hafa mikinn aukakostnað í för með sér fyrir loðnubræðslurnar.

„Bræðslurnar eru stærsti orkunotandi á landinu fyrir utan stóriðjuna. Áður notuðum við allt að 50 lítra af olíu á tonn í þessum verksmiðjum. Nú eru þær að nota 38-45 lítra á tonnið,“ er haft eftir honum.

Hann benti einnig á að allar ellefu loðnubræðslurnar á landinu muni vinna á fullum afköstum frá janúar og fram í mars en ein stærsta loðnuvertíð í manna minnum er í uppsiglingu.

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, sagði að ákvörðun Landsvirkjunar sé stórfurðuleg því fiskimjölsverksmiðjurnar hafi fjárfest í rafvæðingu og hafi kostnaðurinn verið um og yfir 500 milljónir á hverja verksmiðju. „Svo er skrúfað fyrir rafmagnið þegar við þurfum á því að halda. Það þýðir að við munum ekki ná kvótanum og þjóðin verður af útflutningstekjum,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Nú mæra þeir Bjarna sem settu honum stólinn fyrir dyrnar – nýrri valdablokk vex fiskur um hrygg

Orðið á götunni: Nú mæra þeir Bjarna sem settu honum stólinn fyrir dyrnar – nýrri valdablokk vex fiskur um hrygg
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Blendin viðbrögð við brotthvarfi Bjarna – „Sagan jarðar róginn“ – „Bless bless“

Blendin viðbrögð við brotthvarfi Bjarna – „Sagan jarðar róginn“ – „Bless bless“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Reiðin er vondur ráðgjafi – Hver ætlar að segja fúlu körlunum sem töpuðu kosningunum það?

Orðið á götunni: Reiðin er vondur ráðgjafi – Hver ætlar að segja fúlu körlunum sem töpuðu kosningunum það?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir Vesturlönd hafa gert mistök í samskiptum sínum við Úkraínu

Segir Vesturlönd hafa gert mistök í samskiptum sínum við Úkraínu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Framsýni Churchills

Björn Jón skrifar: Framsýni Churchills
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sr. Davíð Þór Jónsson: Myndi vilja heimsóknir skólabarna í kirkjur fyrir jól og í moskur á ramadan

Sr. Davíð Þór Jónsson: Myndi vilja heimsóknir skólabarna í kirkjur fyrir jól og í moskur á ramadan