fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Eyjan

Ríkisstjórnarfundi lokið: Willum tilkynnir framhald aðgerða og ræðir kostnað við hraðpróf

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 7. desember 2021 12:12

Willum Þór.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra tilkynnti nú rétt í þessu óbreyttar frelsisskerðingar og takmarkanir í tvær vikur, en útilokaði þó ekki að hægt yrði að slaka á fyrr. Sagði hann að beðið væri eftir nánari upplýsingum og gögnum um hvernig nýtt afbrigði veirunnar, hið svokallaða Ómíkron afbrigði, hagar sér.

Willum útilokaði ekki og sagðist raunar binda vonir við að hægt yrði að aflétta hraðar en það. Aðspurður um hvort samstaða hafi verið um aðgerðirnar inni á ríkisstjórnarfundi sagði Willum að vangaveltur hafi verið uppi um að fjölga úr 50 í 100, og að lengja opnunartíma veitingastaða um klukkustund. „En við þurfum gögnin og það er aldrei gott að taka ákvarðanir af því bara,“ sagði Willum Þór.

Willum sagði að þetta væri auðvelt í upphafi, þegar fullkomin óvissa var uppi. „Þá var mjög auðvelt að grípa í kaðalinn og fylgja einum manni sem sagði þangað förum við. Síðan lærum við að beita vísindum og rannsóknum til að taka ákvarðanir og þær eiga auðvitað að vera i átt að því að leyfa samfélaginu að ganga með hefðbundnum hætti eins og við þekkjum það,“ sagði heilbrigðisráðherrann.

Í Fréttablaðinu í morgun sagði að Sjúkratryggingar Íslands hefðu greitt 240 milljónir á tíu vikna tímabili fyrir framkvæmd hraðprófa. Aðspurður hvort einkaaðilar væru að maka krókinn á Covid faraldrinum sagði Willum ekki trúa því að svo væri, en að hann ætti eftir að skoða gögnin í málinu. „Þetta er auðvitað spurning um að nýta hraðgreiningarprófin og við getum ekki lagt það allt á heilsugæsluna og því þurfum við að nýta einkaaðila í því til þess að halda viðburðum sem krefjast þeirra gangandi í samfélaginu,“ útskýrði Willum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla búin að senda Trump heillaóskir

Halla búin að senda Trump heillaóskir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar