fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Eyjan

Verkalýðs-Villi bendir á sláandi staðreynd um persónuafsláttinn – „Þá má launafólk éta það sem úti frýs“ 

Eyjan
Mánudaginn 6. desember 2021 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, vakti í gær athygli á því hver persónuafslátturinn væri í dag hefði hann fylgt verðlagi og veltir fyrir sér hvers vegna stjórnvöld verji verðtryggingu á fjárskuldbindingum heimilanna en verðtryggi ekki persónuafsláttinn.

„Árið 1989 var persónuafslátturinn 17.852 kr. er í dag 50.972 kr. Ef hann hefði fylgt verðlagi væri hann 81.322 kr,“ skrifaði Vilhjálmur á Facebook í gær.

Hann bætti við í annari færslu: „Ef persónuafslátturinn hefði fengið að fylgja verðlagi frá 1989 væri launafólk með 364.200 hærri persónuafslátt á ársgrundvelli.
Samanlagt hjá hjónum 728.400 kr. Er þetta ekki hálfgert rán af hálfu stjórnvalda?“

Vilhjálmur ber þetta saman við verðtrygginguna sem gjarnan fylgir fjárskuldbindingum á borð við fasteignalánum.

„Það hefur ekki staðið á stjórnvöldum í gegnum áratugina að verja verðtryggingu á fjárskuldbindingar sem heimilin þurfa að þola frá fjármálakerfinu, en þegar kemur að verðtryggja persónuafsláttinn, þá má launafólk éta það sem úti frýs.“

Í einn einni færslu frá því í gær bendir hann á að samhliða breytingum á skattþrepum sem komu til framkvæmda nýleg hafi persónuafslátturinn verið lækkaður en að sama bragði hafi skattprósenta í fyrsta skattþrepi verið lækkuð  úr 35,04 prósentum í 31,45 prósent.

„Ef sú breyting hefði ekki verið gerð væri persónuafslátturinn um eða yfir 60 þúsundum á mánuði. 

Það er ljóst að persónuafslátturinn hefur alls ekki fylgt verðlagi frá árinu 1989 og ef allt væri eðlilegt þá myndu stjórnvöld lagfæra þennan mun sem hafður hefur verið af launafólki með því að láta persónuafslattuinn ekki fylgja verðlagsþróun að fullu.“ 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Kaldalóns

Óttar Guðmundsson skrifar: Kaldalóns
Eyjan
Fyrir 1 viku

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?