fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Eyjan

Ragnar með mikilvæg skilaboð – „Það vill engin sjá barnið sitt niðurbrotið eftir vinnudag“

Eyjan
Mánudaginn 6. desember 2021 12:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarið hefur borið nokkuð á því að viðskiptavinir verslana komi illa fram við starfsfólk. DV greindi frá því í gærkvöldi að 16 ára starfsmaður í einum af stórmörkuðum Reykjavíkur hafi verið gráti næst vegna framkomu pirraðra, önugra og yfirlætislega viðskiptavina.

Sjá einnig:  16 ára afgreiðslustúlka með grátstafinn í kverkunum eftir dónaskap viðskiptavinar – „Eðlileg framkoma við óharðnaða unglinga?

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir það ekki á starfsmenn verslana bætandi eftir ástandið í heimsfaraldrinum að viðskiptavinir taki út skap sitt á þeim. Hann skrifar um málið á Facebook:

„Enn og aftur hefur borið á slæmri framkomu viðskiptavina í garð afgreiðslufólks í verslun.

Síðustu misseri hafa verið afgreiðslufólki afar erfið og krefjandi á tímum heimsfaraldursins. Það er í raun óskiljanlegt hversu lítið tillit hefur verið tekið til mikilvægi framlínustarfa eins og í verslun.

Það er varla hægt að gera sér í hugarlund hvernig staðan hefði verið ef almenningur hefði ekki haft nær óheftan aðgang að nauðsynjavöru og annarri þjónustu.“

Ragnar bendir á að álag á starfsfólk hafi verið mikið vegna aukningar á veltu og mun þetta álag ná hámarki á næstunni í tengslum við jólin.

„Álag hefur aukist mikið á starfsfólk vegna mikillar aukningar á veltu sem nær svo hámarki í aðdraganda stórhátíða. Ef það er ekki nóg þá þarf verslunarfólk alla jafna að bera grímu og vera í hönskum meira og minna á vinnutíma.“

Það sé því ekki á það bætandi að viðskiptavinir taki út gremju sína á starfsfólki sem eigi það ekki skilið.

„Það er ekki ábætandi að viðskotaillir viðskiptavinir taki togstreitu og pirring dagsins með sér út í búð og láti það bitna á starfsfólki verslana, sem síst eiga það skilið. Tala nú ekki um gagnvart unga fólkinu okkar sem er að taka sín fyrstu skref á vinnumarkaði, viljum við að upplifun þeirra sé jákvæð og uppbyggileg.

Það vill engin sjá barnið sitt niðurbrotið eftir vinnudag vegna slæmrar framkomu viðskiptavina.

Það eru erfiðir tímar í okkar samfélagi. Tímar óvissu og takmarkana, sóttkvía og einangrunar. Þá er ennþá mikilvægara að standa saman með kærleika, virðingu og þakklæti að vopni.

Sýnum framlínufólki í verslun þá virðingu sem það á skilið. Þökkum því fyrir að standa vaktina og gegna þessu mikilvæga og ómissandi hlutverki í okkar samfélagi.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Svarthöfði: Þórðargleði

Svarthöfði: Þórðargleði
Eyjan
Í gær

Kosningar: Ekki bara útlendingar sem taka þátt í skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi

Kosningar: Ekki bara útlendingar sem taka þátt í skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: EES-réttindi eða tjörukagga Þorgeirs Hávarssonar?

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: EES-réttindi eða tjörukagga Þorgeirs Hávarssonar?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Marta er ítrekað spurð „Hefur þú ekkert að gera?” – Raunin er önnur

Marta er ítrekað spurð „Hefur þú ekkert að gera?” – Raunin er önnur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hafa litla trú á nýju kosningalíkani – „Hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum“

Hafa litla trú á nýju kosningalíkani – „Hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni