fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Leynileg skjöl tengja leiðtoga Kína við aðgerðir gegn Úígúrum í Xinjiang

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 5. desember 2021 14:00

Kínversk lögregla handtekur mótmælendur sem höfðu í frammi stuðning við málstað Úígúra. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kaflar úr áður óbirtum skjölum tengja kínverska leiðtoga beint við aðgerðir gegn Úígúrum í Xinjiang héraðinu en þeir hafa sætt ofsóknum af hálfu kínverskra yfirvalda. Úígúrar eru múslimskur minnihlutahópur sem býr aðallega í Xinjiang. Skjölin hafa verið birt á netinu en um þrjár ræður, sem Xi Jinping forseti flutti í apríl 2014 um öryggismál, mannfjöldastjórnun og þörfina á að refsa Úígúrum, er að ræða. Sum skjölin eru merkt sem háleynileg. Þeim var lekið til þýska fræðimannsins Adrian Zenz.

The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að í skjölunum sé kallað eftir því af hálfu kommúnistastjórnarinnar að Úígúrar verði endurmenntaðir og fluttir til annarra svæða til að koma á jafnvægi á milli fjölda þeirra og Han Kínverja í Xinjiang.

Zenz segir að skjölin séu mjög mikilvæg því þau sýni margar tengingar á milli æðstu leiðtoga Kína árið 2014 og þess sem hefur gerst í Xinjiang. Þar hafa múslimar verið sendir í fangabúðir, sem kínversk stjórnvöld segja vera endurmenntunarbúðir, þeir hafa verið látnir vinna þrælkunarvinnu og einnig hafa borist fregnir af ófrjósemisaðgerðum á þeim.

Zenz segir að skjölin sýni langtímafyrirætlun ráðamanna um að fremja menningarlegt þjóðarmorð til að tryggja yfirráð kommúnistaflokksins.

Uyghur Tribunal, sem er óháður dómstóll staðsettur á Bretlandi,  fékk gögnin í september en þau hafa ekki verið birt í heild til að vernda uppljóstrarann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Stjórnarskrárbrot Alþingis: Lögmaður sýnir svart á hvítu hversu miklu var breytt í frumvarpinu – „6 orð sem standa eftir“

Stjórnarskrárbrot Alþingis: Lögmaður sýnir svart á hvítu hversu miklu var breytt í frumvarpinu – „6 orð sem standa eftir“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“