fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Eyjan

„Ef að þið hafið reynslu af þessum furðu-hryllingi getiði þá upplýst mig um hvenær í guðs nafni ég get hætt?“

Eyjan
Fimmtudaginn 2. desember 2021 16:30

Sólveig Anna Jónsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrrverandi formaður Eflingar, hefur frá því að hún sagði starfi sínu lausu verið með lag Friðriks Bjarnasonar við texta Davíðs Stefánssonar, Abbalabbalá, á heilanum. Hún veltir fyrir sér hvort það sé viðbragð líkamans við því áfalli sem hún hefur orðið fyrir.

„Síðan ég var hrakin úr embætti formanns Eflingar fyrir mánuði hef ég verið með Abbalabbalá eftir Davíð Stefánsson (og Friðrik Bjarnason) á heilanum, í ýmsum heimagerðum útsetningum.

Kannast lesendur við þetta sem viðbrögð við tráma? Að þurfa að syngja deleringar Davíðs Stefánssonar oft á dag? Er þetta sjálfshatur eða sefjun sem orsakar? Er ég Abbalabbalá sem bítur og slær eða eru það þau þarna og ég þá Davíð? Hvernig getur svona gerst í heila konu? Hvernig?“

Sólveig biðlar til fylgjenda sinna að ráðleggja henni um hvernig hún losni við lagið, en með færslu sinni deilir hún einnig mynd af skáldinu.

„Ef að þið hafið reynslu af þessum furðu-hryllingi getiði þá upplýst mig um hvenær í guðs nafni ég get hætt?

Abbalabbaabbalabbaabbalabbalá-abbalabbalabbalabbahjááálp..

Hér má sjá Davíð kyrkja fugl. Hann var greinilega mikið fól.“

Ljóð Davíðs um hana Abba-labba-lá fjallar um samnefnda konu sem býr í kofa í skóginum og lifir á villidýrablóði. Margir hafa velt upp merkingu ljóðsins í gegnum tíðina en líkt og með flest ljóð er það sá sem túlkar það hverju sinni sem gefur því merkinguna. Sólveig veltir því fyrir sér hvort það sé hún sem er Abba-labba-lá – sem bítur og slær, eða hvort það séu starfsmenn skrifstofu Eflingar og Sólveig þá í hlutverki Davíðs sjálfs í ljóðinu – sem Abba-labba-lá kyssir og sýgur svo úr blóðið þar til hann deyr.

Hún hét Abba-labba-lá
Hún var svört og brún á brá 
og átti kofa í skóginum
á milli grænna greina
og trúði á stokka og steina. 

En enginn vissi, hvaðan 
hún kom í þennan skóg; 
enginn viss, hvers vegna
hún ærslaðist og hló, 
og enginn vissi, hvers vegna
hún bæði beit og sló.

Hún hét Abba-labba-lá.
Hún var svört og brún á brá
og gerði alla vitlausa,
sem vildu í hana ná.
Á villidýrablóði, 
á villidýrablóði,
lifði Abba-labba-lá

…Einu sinni sá ég
Abba-labba-lá.
Hún dansaði í skóginum, 
svört og brún á brá.
Mér hlýnaði um hjartað 
og hrópaði hana á: 
Abba-labba
Abba-labba
Abba-labba-lá!

Þá kom hún til mín hlaupandi
og kyssti mig og hló,
beit mig og saug úr mér 
blóðið, svo ég dó.

-Og afturgenginn hrópa ég
út yfir land og sjá:
Varið ykkur, vesalingar,
varið ykkur, vesalingar,
á Abba-labba-lá.

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Svarthöfði: Þórðargleði

Svarthöfði: Þórðargleði
Eyjan
Í gær

Kosningar: Ekki bara útlendingar sem taka þátt í skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi

Kosningar: Ekki bara útlendingar sem taka þátt í skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: EES-réttindi eða tjörukagga Þorgeirs Hávarssonar?

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: EES-réttindi eða tjörukagga Þorgeirs Hávarssonar?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Marta er ítrekað spurð „Hefur þú ekkert að gera?” – Raunin er önnur

Marta er ítrekað spurð „Hefur þú ekkert að gera?” – Raunin er önnur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hafa litla trú á nýju kosningalíkani – „Hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum“

Hafa litla trú á nýju kosningalíkani – „Hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni