fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Eyjan

Xi Jinping styrkir stöðu sína enn frekar – Aukin persónudýrkun

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 8. nóvember 2021 18:00

Xi Jinping, forseti Kína.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er óhætt að segja að Xi Jinping, forseti Kína, hafi heljartök á kommúnistaflokknum og ráði lögum og lofum innan flokksins og í Kína. Á laugardaginn sendi ríkisfréttastofan Xinhua út langa lofgjörð um forsetann og er tímasetningin engin tilviljun því fram undan er mikilvægur fundur hjá kommúnistaflokknum þar sem reiknað er með að völd Xi verði staðfest enn frekar.

Tilgangurinn með lofgjörðinni virðist vera að styrkja persónudýrkun á honum en það er aðferð sem kommúnistaflokkurinn hefur áður notað og einkenndi valdatíma Maó. „Xi er maður ákvarðanatöku og aðgerða, maður djúpra hugsana og tilfinninga, maður sem þorir að endurnýja hinn pólitíska arf og maður framúrskarandi hugsjóna sem hann vinnur ötullega að,“ segir í lofgjörðinni sem er rúmlega 5.000 orð og ber yfirskriftina „Xi Jinping, maðurinn sem leiðir kínverska kommúnistaflokkinn á nýrri leið.“

Tímasetningin er engin tilviljun því miðstjórn flokksins fundar næstu fjóra daga og er ekki reiknað með öðru en að fulltrúarnir í henni, 300 til 400 talsins, greiði leið Xi að setu á forsetastóli næstu fimm árin en yfirstandandi tímabil hans í embættinu rennur út haustið 2022. Áður hafði Xi séð til þess að tímamörk á embættistíma forseta voru afnumin.

Fundur miðstjórnarinnar fer fram bak við luktar dyr en væntanleg ákvörðun hans um að tryggja Xi áframhaldandi setu í forsetaembættinu mun styrkja stöðu hans, sem valdamesta leiðtoga Kína frá dögum Maó, enn frekar.

Xinhua segir í lofgjörð sinni að á fundi miðstjórnarinnar verði rætt um mikilvægasta árangur flokksins á þeim 100 árum sem hann hefur verið til. Í greininni er einnig sagt frá tíma Xi í þorpi einu í Shaanzi þar sem hann er sagður hafa staðið fyrir vökvun á ræktarlandi og í frítíma sínum hafi hann lesið rit Karl Marx. Hann er lofsamaður fyrir að hafa endurnýjað flokkinn. Það þarf ekki að koma á óvart að ekki er minnst á mistök hans og þögn hans um COVID-19, sem kom fyrst fram í Kína, en honum er hrósað fyrir „manneskjulega heimspeki“ og hlutverk hennar í að bjarga mannslífum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jóhann Páll svarar Áslaugu Örnu – „Sjálfstæðisflokkurinn er að fara á taugum í vörn sinni fyrir hagsmuni ríkasta fólksins á Íslandi”

Jóhann Páll svarar Áslaugu Örnu – „Sjálfstæðisflokkurinn er að fara á taugum í vörn sinni fyrir hagsmuni ríkasta fólksins á Íslandi”
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Inga Sæland: Ekki kjörin til að bjarga heiminum – björgum Íslendingum fyrst

Inga Sæland: Ekki kjörin til að bjarga heiminum – björgum Íslendingum fyrst
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 3 um ESB/evru: Noregur vill inn – Tyrkir hafa hangið á húninum frá 1987!

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 3 um ESB/evru: Noregur vill inn – Tyrkir hafa hangið á húninum frá 1987!