fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Eyjan

Loftslagsbreytingarnar segja til sín – Meðalhitinn á Íslandi hefur hækkað um 1,6 gráður – Stefnir í 3,1 gráðu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 8. nóvember 2021 06:06

Losun gróðurhúsalofttegunda veldur loftslagsbreytingum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á heimsvísu hefur meðalhitinn hækkað um 1,3 gráður en hér á landi hefur hann hækkað um 1,6 gráður. Er þá miðað við hækkun meðalhita frá því að iðnvæðingin hófst og þar til á síðasta ári. Flestir vísindamenn og aðrir eru sammála um að loftslagsbreytingar af mannavöldum ráði þarna mestu ef ekki öllu. En úrtöluraddir heyrast og vilja kenna öðrum þáttum um án þess þó að geta sýnt fram á það vísindalega.

Hitinn fer hækkandi um alla jörðina en þó er mismunandi á milli heimshluta hversu mikil hlýnunin er orðin. Í flestum ríkjum hefur meðalhitinn hækkað meira en meðalhækkunin á heimsvísu en ástæðan fyrir því að hitinn hækkar almennt meira yfir landi en yfir sjó

Tölurnar sem hér eru notaðar eru fengnar úr nýrri samantekt Berkeley Earth sem eru samtök loftslagsvísindamanna úr öllum heiminum. Þeir reiknuðu út hversu mikið meðalhitinn hefur hækkað síðan iðnvæðingin hófst upp úr 1850 en þá byrjaði mannkynið fyrir alvöru að losa CO2 út í andrúmsloftið. Hér er hægt að kafa dýpra ofan í tölurnar og sjá hvernig málin hafa þróast hér á landi og um alla heim.

Samkvæmt tölum samtakanna þá stefnir í að meðalhitinn hér á landi hækki um 3,1 gráður fyrir næstu aldamót miðað við að losun CO2 verði áfram óbreytt eða dragist lítillega saman. Ef hún eykst gæti hitinn hækkað um 3,7 gráður fyrir aldamót. Ef hraður samdráttur verður í losuninni og kolefnishlutleysi næst fyrir 2080 verður hækkunin 2,2 gráður.

Hér sést þróun hita hér á landi. Mynd:berkeleyearth.org

Hvað varðar losun á CO2 hér á landi þá nemur hún 8,6 tonnum á mann árlega. Það er 1,9 sinnum meiri losun en meðallosun heimsins. Þetta skipar okkur í 29. sæti yfir þær þjóðir sem losa mest af CO2. Frá 2010 til 2019 dróst losunin hér á landi saman um 0,4 tonn á mann eða 4%. Þetta skipar okkur í sextugasta sæti yfir hversu hraður samdrátturinn í losun hefur verið. Miðað við núverandi þróun þá náum við ekki kolefnishlutleysi fyrr en árið 2260 en þá verða 81 þjóð búnar að ná því markmiði á undan okkur. Frá 1850 til 2020 losuðum við 152 milljónir tonna af CO2 út í andrúmsloftið og eru í 134. sæti yfir þjóðir heims hvað varðar magn CO2.

Hér sést losun okkar á CO2. Mynd:berkeleyearth.org

 

 

 

 

 

 

 

Tölurnar sem Berkeley Earth nota gefa hærri niðurstöðu en koma fram í nýrri stórri skýrslu frá loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna, IPCC. Ástæðan er að Berkeley Earth notar meðaltal tíu ára hitasveiflna en IPCC notar meðaltal allra ára á ákveðnu tímabili. Danska ríkisútvarpið hefur eftir Jens Hesselbjerg Christensen, prófessor í loftslagseðlisfræði við Kaupmannahafnarháskóla, þessi mismunandi aðferðafræði geti skilað allt að hálfrar gráðu mun eða jafnvel meira en hvorug aðferðin sé réttari en hin. Það mikilvæga í þessu sé að allir útreikningar á áhrifum loftslagsbreytinganna sýni að meðalhitinn hefur hækkað og mun halda áfram að gera það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“