Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Katrínu að viðræður formannanna hafi gengið ágætlega og nú séu þau byrjuð að skrifa stjórnarsáttmálann og hafi einsett sé að vinna vel í vikunni. Ekki sé útilokað að það hilli undir stjórnarsáttmála í vikulok.
Aðspurð um hvort einhver ágreiningsmál séu eftir sagði hún: „Við erum alla vega búin að botna mörg mál, kannski ekki búin að botna allt en svona komin á þann stað að það sjái til lands í þessu öllu saman.“
Varðandi ráðherrastóla og breytingar á ráðuneytum sagði hún að viðræðurnar séu í raun ekki komnar svo langt en líklega verði þau mál rædd síðar í vikunni. Sameiginlegt markmið formannanna hafi verið að ljúka við gerð málaefnagrunns áður en skipting ráðuneyta sé rædd.