fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
Eyjan

Sigurður segir að stjórnarskránni sé ekki ætlað að standa vörð um óheiðarleika frambjóðenda

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 5. nóvember 2021 08:00

Birgir Þórarinsson alþingismaður lagði fram fyrirspurn um upprunalönd lífeyrisþega. Mynd:Fréttablaðið/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kæru sem Sigurður Hreinn Sigurðsson, stjórnarmaður í Stjórnarskrárfélaginu, sendi undirbúningskjörnefnd Alþingis kemur fram að mikilvægt sé að rætt verði um stöðu Birgis Þórarinssonar sem yfirgaf Miðflokkinn skömmu eftir kosningar og fór í Sjálfstæðisflokkinn. Segir Birgir að stjórnarskránni sé ekki ætlað að standa vörð um óheiðarleika frambjóðenda.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Áður hefur Fréttablaðið skýrt frá því að Inga Sæland, þingmaður Flokks fólksins, telji stöðu Birgis sem þingmanns óljósa þar sem kjörbréf hans hafði ekki verið samþykkt þegar hann skipti um flokk. Inga situr í undirbúningskjörnefndinni.

Í kæru Sigurðar segir að taka þurfi afstöðu til hvort nýkjörnum þingmönnum sé stætt á að skipta um flokk eftir þingkosningar, áður en þing er sett.

Í kærunni segir að samkvæmt 48. grein stjórnskipunarlaga nr. 33/1944 í stjórnarskránni sem og í tillögum stjórnlagaráðs segi að alþingismenn séu aðeins bundnir af sannfæringu sinni en ekki við neinar reglur frá kjósendum eða fyrirmæli frá öðrum.  Inga Sæland segir málið fordæmalaust því Birgir hafi ekki verið kominn með gilt kjörbréf þegar hann skipti um flokk.

Í kæru Sigurðar segir meðal annars: „Það stenst vart siðferðislegar kröfur að villa um fyrir kjósendum með því að bjóða sig fram fyrir tiltekinn stjórnmálaflokk en vera í raun í framboði fyrir annan ótiltekinn flokk. Kjörbréfanefnd þyrfti mögulega að taka afstöðu til þess hvort að 48. grein gildandi stjórnarskrár eigi við um nýkjörna þingmenn sem Alþingi hefur enn ekki staðfest kjörbréf fyrir.”

Hann segir að gildi ákvæðisins afmarkist hugsanlega aðeins við þann tíma sem þingmenn mega taka þátt í þingstörfum og Alþingi sé að störfum. „Það breytir þó ekki því að tilgangur stjórnarskrárákvæðisins er klárlega ekki sá að standa vörð um óheiðarleika frambjóðenda í alþingiskosningum,” segir Sigurður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Mesta lýðræðisógn okkar tíma

Sigmundur Ernir skrifar: Mesta lýðræðisógn okkar tíma
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Raunheimar forstjóra og ráðherra

Þorsteinn Pálsson skrifar: Raunheimar forstjóra og ráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Embættismennirnir leggjast á árar með okkur

Guðmundur Ingi Kristinsson: Embættismennirnir leggjast á árar með okkur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Fullkomin samheldni og skýr sýn á verkefnin – ekki veikan hlekk að finna í ríkisstjórninni

Guðmundur Ingi Kristinsson: Fullkomin samheldni og skýr sýn á verkefnin – ekki veikan hlekk að finna í ríkisstjórninni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Risakauphækkun hjá Ásgeiri Jónssyni á síðasta ári – Fékk launaleiðréttingu og orlofsuppgjör ofan á kauphækkun

Risakauphækkun hjá Ásgeiri Jónssyni á síðasta ári – Fékk launaleiðréttingu og orlofsuppgjör ofan á kauphækkun
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu