fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Eyjan

Kínverjar krefjast þess að ESB leiðrétti mistök sín í Taívan

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 5. nóvember 2021 10:15

Fánar ESB og Taívan. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kínverjar eru öskureiðir yfir heimsókn sendinefndar frá Evrópusambandinu til Taívan í gær. í yfirlýsingu frá kínverska utanríkisráðuneytinu sagði að Evrópa eigi að hætta að senda röng skilaboð til aðskilnaðarsinnanna á Taívan.

Sendinefnd frá ESB fundaði með Tsai Ing-Wen, forseta Taívan, í gær. Kínverska utanríkisráðuneytið sagði að fundi loknum að ef þessu linni ekki muni það skaða samband ESB og Kína. „Við höfum beðið ESB um að leiðrétta þessi mistök og ekki senda röng skilaboð til aðskilnaðaraflanna sem tala fyrir sjálfstæði Taívan,“ sagði talsmaður utanríkisráðuneytisins í gær.

Sendinefnd ESB sagði í gær að Taívan sé verðmæt eyja sem verði að vernda. „Við komum hingað með einfaldan og skýran boðskap: Þið eruð ekki alein. Evrópa stendur með ykkur í að verja frelsið og réttarríkið og mannlega virðingu,“ sagði leiðtogi nefndarinnar, Frakkinn Raphael Glucksman.

Glucksmann er þekktur fyrir gagnrýni sína á Kína og fyrr á árinu settu stjórnvöld í Peking hann á lista yfir þá sem ekki mega koma til landsins.

Kínverska kommúnistastjórnin krefst þess að Taívan verði hluti af Alþýðulýðveldinu Kína en íbúar Taívan hafa lítinn áhuga á því. Þar búa 23,5 milljónir í þróuðu lýðræðisríki og hafa því lítinn áhuga á að lenda undir hæl kommúnistastjórnarinnar í Peking.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir óvíst að Kristrúnu takist að halda Degi úti í horni til lengdar

Segir óvíst að Kristrúnu takist að halda Degi úti í horni til lengdar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það má semja um aðildarskilmála að ESB – mörg dæmi sýna það og sanna

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það má semja um aðildarskilmála að ESB – mörg dæmi sýna það og sanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Auðræðið eflist og lýðræðið linast

Sigmundur Ernir skrifar: Auðræðið eflist og lýðræðið linast
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nýir leiðtogar munu spreyta sig fyrir næstu borgarstjórnarkosningar – alger uppstokkun í aðsigi

Orðið á götunni: Nýir leiðtogar munu spreyta sig fyrir næstu borgarstjórnarkosningar – alger uppstokkun í aðsigi