fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Eyjan

Sprengja við stjórnarráðið og skotárásir – Hafa áhyggjur af auknu ofbeldi gagnvart stjórnmálamönnum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 4. nóvember 2021 07:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sex skotárásir, sem beindust að stjórnmálamönnum og stjórnmálaflokkum, hafa verið gerðar hér á landi á síðustu þremur árum. Að auki kom Valentínus Vagnsson sprengju fyrir við Stjórnarráðið fyrir níu árum. Tilviljun réði því að hún sprakk ekki. Lögreglan hefur áhyggjur af málum af þessu tagi enda séu vísbendingar um að þau séu að þróast í öfuga átt.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Runólfi Þórhallssyni, yfirmanni greiningardeildar ríkislögreglustjóra, að þar á bæ hafi fólk talsverðar áhyggjur af auknu ofbeldi í garð stjórnmálamanna þar sem vísbendingar séu um að málin séu að þróast í öfuga átt.

Eins og fram hefur komið í fréttum þá hefur rannsókn á skotárás á bíl borgarstjóra í janúar síðastliðnum verið hætt og málið fellt niður. Fyrrverandi lögreglumaður var grunaður í málinu og sat hann í gæsluvarðhaldi fyrr á árinu vegna þess.

Haft er eftir Runólfi að embætti ríkislögreglustjóra hafi verið í samskiptum við flokkana og fulltrúa í Ráðhúsinu um öryggisráðgjöf. Fram hefur komið í fréttum að ákveðnar öryggisráðstafanir hafi verið gerðar við heimili borgarstjóra og í ráðhúsinu eftir að málið kom upp í janúar. Runólfur sagðist ekki telja að staðan sé orðin þannig að stjórnmálamenn geti ekki gengið öruggir um götur eins og annað fólk. „Við erum kannski ekki alveg tilbúin að fara þangað en þetta eru klárlega vísbendingar um mögulegan nýjan veruleika,“ sagði hann.

Hann benti einnig á að traust almennings til stjórnmálaflokka hafi mælst lítið um langa hríð og hugsanlega séu áhrif efnahagshrunsins 2008 enn að koma fram. Hann benti á að 2012 hafi sprengju verið komið fyrir við Stjórnarráðið en þá voru rúmlega þrjú ár liðin frá hruninu. Vitað sé hver kom sprengjunni fyrir en málinu hafi samt sem áður lokið án ákæru.

Það var Valentínus Vagnsson sem kom sprengjunni fyrir en hann ætlaði í upphafi að koma henni fyrir við heimili Jóhönnu Sigurðardóttur, þáverandi forsætisráðherra, en þar sem hann fann ekki heimili hennar kom hann henni fyrir við Stjórnarráðið. Það vildi svo til að Valentínu rann og datt þegar hann var að koma henni fyrir og því komst upp um hann. Runólfur sagði að illa hefði getað farið því rannsókn lögreglunnar hafi leitt í ljós að sprengjan var öflug. „Auðvitað hefur þetta áhrif, málsmeðferð lögreglu og ákæruvalds í þessum málum. Fólk þarf að bera traust til réttarkerfisins,“ sagði Runólfur þegar hann var spurður um áhrif þess að mál af þessu tagi séu felld niður án ákæru. Hann benti á að mikilvægt sé að fólk beri traust til réttarkerfisins. „Við sjáum það líka með yfirstandandi umræðu um kynferðisbrotin að það má velta fyrir sér tengslum þessarar menningarbyltingar núna og vangetu réttarkerfisins til að taka á kynferðisbrotum af nægilega mikilli festu. Það er kannski ákveðin grunntenging þar,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðni hryggur yfir græðginni – „Öllum er víst sama um þig, Freyja mín“

Guðni hryggur yfir græðginni – „Öllum er víst sama um þig, Freyja mín“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni