fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
Eyjan

Ætla að hækka endurgreiðsluhlutfall vegna kvikmyndagerðar

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 30. nóvember 2021 09:00

Kvikmyndaverkiefnið Fast and the Furious 8 á Mývatni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Með því að hækka endurgreiðsluhlutfallið vegna kvikmyndagerðar er ætlunin að styðja enn frekar við greinina og gera Ísland samkeppnishæft við önnur ríki. Einnig á þetta að hafa í för með sér að stór verkefni verði alfarið unnin hér á landi.

Þetta hefur Morgunblaðið eftir Lilju Dögg Alfreðsdóttur, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra.

Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar kemur fram að efla eigi alþjóðlega samkeppnishæft stuðningskerfi við framleiðslu kvikmynda- og sjónvarpsefnis. Markmiðið sé að styðja enn frekar við þessa grein með hærri endurgreiðslum á skýrt afmörkuðum þáttum.

Í aðdraganda þingkosninganna boðaði Framsóknarflokkurinn að endurgreiðslur vegna kostnaðar sem fellur til við kvikmyndagerð yrði hækkaður en kvikmyndagerðarmenn hafa lengi kallað eftir hækkun á þessum endurgreiðslum. Nú er endurgreiðsluprósentan 25% en kvikmyndagerðarmenn hafa viljað sjá hana fara í 35% til að geta keppt við ríki eins og Írland en Írar fengu Game of Thrones í sinn hlut vegna endurgreiðsluhlutfallsins þar í landi.

Lilja vildi ekki staðfesta hversu mikil hækkun verður á endurgreiðsluprósentunni en sagði að markmiðið væri skýrt: „Við erum að fara að keppa við Írland og Spán. Við gerum þetta til að keppa við þessi stóru lönd.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stóra herbergjamálið á Alþingi – Sjálfstæðisflokkurinn hótar setuverkfalli en hvað segja reglurnar?

Stóra herbergjamálið á Alþingi – Sjálfstæðisflokkurinn hótar setuverkfalli en hvað segja reglurnar?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar: Hættulegar hugmyndir um sölu ríkiseigna 

Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar: Hættulegar hugmyndir um sölu ríkiseigna 
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Einræðisherrann hefur tekið sér stöðu í Hvíta húsinu

Einræðisherrann hefur tekið sér stöðu í Hvíta húsinu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Jón tekur með auðmýkt og hlýju á móti nýjum verkefnum – „Ekkert á Íslandi mér óviðkomandi“

Jón tekur með auðmýkt og hlýju á móti nýjum verkefnum – „Ekkert á Íslandi mér óviðkomandi“