fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Er allt að fara í bál og brand á Balkanskaga?

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 28. nóvember 2021 18:30

Balkanskagi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leiðtogi Serba í Bosníu-Hersegóvínu hótar að draga Serba út úr sameiginlegu herliði landsins og réttarvörslukerfinu. Bandaríkin og ESB þrýsta á um að gripið verði til refsiaðgerða til að koma í veg fyrir að þetta stríðshrjáða land leysist upp í marga hluta.

En Milorad Dodik, leiðtogi serbneska hluta Bosníu-Hersegóvínu var ekki að skafa utan af hlutunum þegar hann fundaði með Gabriel Escobar, sérstökum útsendara Bandaríkjastjórnar á vesturhluta Balkanskaga. „Til fjandans með refsiaðgerðirnar“ sagði hann við Escobar og bætti við: „Ég hef nú þegar gengið í gegnum þær. Ef þið viljið ræða við mig, hættið þá að hafa í hótunum við mig.“ Dodik skýrði frá þessum ummælum sínum að fundinum loknum.

Dodik hefur verið leiðtogi Republika Srpska síðan 2006. Bandaríkin hafa beitt hann refsiaðgerðum síðan 2017 þar sem hann er talinn brjóta gegn stjórnarskrá Bosníu-Hersegóvínu og grafa undan brothættri tilvist ríkisins.

Hriktir í grunnstoðunum

Spennan hefur farið sívaxandi á svæðinu síðustu vikur og mánuði og staðan er orðin svo alvarleg að í byrjun nóvember sagði Þjóðverjinn Christian Schmidt, sem er hæst setti útsendari alþjóðasamfélagsins gagnvart Bosníu-Hersegóvínu, að miklar líkur séu á að deilur og klofningur landsins færist í aukana. Hann sagði að staðan nú væri „mesta ógnin við tilvist Bosníu-Hersegóvínu síðan stríðinu á Balkanskaga lauk“. Hann vísaði til ummæla og aðgerða Dodik á síðustu mánuðum og sagði þær svara til þess að sjálfstæði hefði verið komið á án þess að lýsa því yfir.

Ljóst er að bæði Bandaríkin og Evrópuríki vilja ganga langt til að koma í veg fyrir að Bosnía-Hersegóvína leysist upp. Ef það gerist getur það endað með átökum á borð við þau sem komu borgarastyrjöldinni á Balkanskaga af stað á tíunda áratugnum en rúmlega 100.000 manns létust í stríðinu.

Í Bosníu lauk borgarastyrjöldinni með hinu svokallaða Daytonsamkomulagi fyrir 26 árum. Samkvæmt samkomulaginu var Bosníu-Hersegóvínu komið á laggirnar en uppbygging ríkisins er flókin en henni er ætlað að tryggja að ákveðin mörk þjóðernis og trúar séu virt.

Landinu er skipt í tvær einingar sem lúta sitthvorri stjórninni. Í Bosníu-Hersegóvínu búa Króatar og bosnískir múslimar. Í Republika Srpska búa Serbar. Að auki er hið litla Brcko sem er í miðju Srpska.

En nú hriktir í grunnstoðunum og það gæti smitað út frá sér víðar á Balkanskaganum og ýtt undir fleiri deilur og átök.

Í miðju þeirrar atburðarásar sem nú er í gangi er fyrrnefndur Dodik sem hefur árum saman barist fyrir auknu sjálfstæði Republika Srpska. Hann hefur sagt að markmið hans sé ekki sjálfstæði Republika Srpska heldur að fá sjálfsstjórn en vera áfram hluti af Bosníu-Hersegóvínu.

Bandaríkin og flest ríki ESB telja að sjálfsstjórn Republika Srpska sé brot á Daytonsamkomulaginu og þess utan er talin hætta á að ef Republika Srpska stofnar sinn eigin her aukist líkurnar á að til hernaðarátaka komi við bosníska herinn. Dodik hefur sagt að hann óttist að „enda með múslimskan her“ í Bosníu-Hersegóvínu.

Á bak við tjöldin reyna svo Rússland og Kína að seilast til áhrifa í landinu. Dodik hefur sagt löndin vera „vini“ sína sem muni koma til aðstoðar ef Vesturlönd beita hervaldi. Á næstu dögum funda utanríkisráðherra NATO og þá ætla Bretar að velta upp spurningunni um hvort senda þurfi herlið til Bosníu-Hersegóvínu til að tryggja stöðugleika. „Við sjáum fingraför Rússa hér,“ sagði James Cleverly, utanríkisráðherra, við breska þingið nýlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð